Skammtímavistun auglýsir eftir starfsmanni í tímavinnu. Vinnutími er að jafnaði aðra hverja helgi, föstudag til sunnudags. Starfið er tímabundið frá 1. september til 31. desember 2025 með möguleika á áframhaldandi vinnu. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Hvestu og skammtímavistunar.
Markmiðið með skammtímavistun er að fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna eigi kost á því að börn þeirra njóti tímabundinnar dvalar í skammtímavistun. Þjónustunni er ætlað að létta álag af fjölskyldum og stuðla með þeim hætti að því að börn og ungmenni með fötlun geti búið sem lengst í heimahúsum. Einnig eiga fullorðnir þjónustuþegar sem búa í foreldrahúsum kost á skammtímavistun með það markmið að veita þeim tilbreytingu eða til undirbúnings á flutningi úr foreldrahúsum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Veita þjónustunotendum stuðning við athafnir daglegs lífs
- Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd
- Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum
- Virkja þjónustunotendur til vinnu og ýmissa tómstunda
- Önnur tilfallandi störf samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Áhugi á málefnum fatlaðs fólks
- Góð íslenskukunnátta
- Stuðningsfulltrúanám I og II æskilegt
- Þjónustulund og jákvæðni í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
- Frumkvæði og samviskusemi
- Almenn ökuréttindi æskileg
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (Kjölur/VerkVest).
Umsóknum skal skilað til Sigþrúðar Margrétar Gunnsteinsdóttur, forstöðumanns Hvestu og skammtímavistunar á sigthrudur@isafjordur.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2025. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.
Nánari upplýsingar veitir Sigþrúður í síma 773-7271 eða í gegnum ofangreint netfang.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
-Við þjónum með gleði til gagns-