Fara í efni

Skíði og ferðaþjónusta - könnun

Fréttir Markaðsstofa Vestfjarða Heilsársferðaþjónusta

Könnun var gerð í mars 2021 á vegum Vestfjarðastofu til að meta vægi skíðaferða og skíðanámskeiða. Valdir voru aðilar sem tengjast beint og óbeint þeim skíðahópum sem koma á námskeið eða á skíði á Ísafirði. Haft var samband við 21 rekstraraðila, og þeim boðið að taka þátt. Þátttakendum var sendur linkur með könnun sem þeir svöruðu. 16 aðilar tóku þátt í könnuninni og skiptust þeir niður í verslun, veitingar, gisting og afþreying og var meirihluti aðila tengdur verslun.

Rúm 56% sögðust vera í með beina þjónustu við skíðafólk á svæðinu.

Spurt var um hversu mikil áhrif skíðanámskeið og skíðaferðir Íslendinga á svæðinu höfðu á rekstur viðkomandi fyrirtækis, en um 56% sögðu að skíðanámskeið og skíðaferðir höfðu mikil eða mjög mikil áhrif á rekstur síns fyrirtækis.

Meirihluti töldu verða fyrir ágætum fjárhagslegum áhrifum af skíðanámskeiðum og skíðaferðum þó voru nokkrir sem vildi ekki svara eða gáfu ekki upp svar. Um 75% svöruðu að þau sæju frekari vaxtatækifæri fyrir fyrirtækið í tengslum við skíðanámskeið og skíðaferðir á svæðinu.

Boðið var upp á að koma fram athugasemdum varðandi könnunina og komu þar nokkrar athugasemdir og var þar meðal annars komið inn á að covid hefði litað svar varðandi könnunina og skal það haft í huga. Einhverjir vildu sjá meiri samvinnu við verslanir þar sem verslanir gætu þá meðal annars breytt opnunartíma og auglýst í skíðahópum. Jafnframt kom athugasemd um að á meðan skíðaferðir væru eingöngu seldar sem pakkaferðir með öllu innifalið þá sköpuðust litla tekjur fyrir önnur fyrirtæki.

Heilt yfir er greinilegt að skíðaferðir og skíðanámskeið hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu og miðað við þátttakendur eru enn fleiri vaxtartækifæri sem hægt er að vinna með.