Fara í efni

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar - Fjölbreytt störf

Störf í boði

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar óskar eftir starfsfólki til starfa í tímabundin störf í tímavinnu frá 15. nóvember 2025 til 15. maí 2026 eða eftir nánara samkomulagi. Almennt fara störfin fram seinnipart dags á fjögurra tíma vöktum virka daga en jafnan 7-8 tíma vöktum um helgar. Um er að ræða ólík störf og vinnutíma.

Umsóknarfrestur um störfin er til og með 6. nóvember 2025.

 

Umsjón með sjoppu og skíðaleigu - Starfsmenn í afgreiðslu og skíðaleigu

Umsjónarmaður sjoppu sér um innkaup og skipulagningu starfs sjoppu og skíðaleigu, auk hefðbundinna afgreiðslu- og ræstistarfa.

Starfsmaður í afgreiðslu sinnir almennum afgreiðslustörfum í skíðaskálanum, sölu aðgangskorta, afgreiðslu í skíðaleigu og sjoppu. Á helgum sjá viðkomandi auk þess um að elda hádegismat fyrir starfsmenn skíðasvæðis. Til viðbótar sjá starfsmenn afgreiðslu um ræstingu skíðaskálans í lok dags.

Hæfniskröfur

  • Hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
  • Þjónustulund og frumkvæði
  • Þekking á skíðabúnaði æskilegur
  • Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg
  • Þekking í skyndihjálp kostur
  • Íslenskukunnátta
  • Gild ökuréttindi
  • Vera orðin(n) 18 ára

Störf í lyftuvörslu

Lyftuvörður hefur umsjón með lyftu þegar hún er í notkun. Hann ber ábyrgð á að lyftan og brekkur sem að henni liggja séu í góðu ástandi, sér um rekstrardagbók lyftunnar, fylgist með því fólki er notar lyftuna hverju sinni og gengur frá henni við lokun. Einnig sinnir lyftuvörður öðrum tilfallandi störfum sem að starfseminni snúa.

Hæfniskröfur

  • Starfsreynsla á sviðinu æskileg
  • Haldgóð þekking í skyndihjálp
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
  • Þjónustulund og frumkvæði
  • Íslenskukunnátta
  • Gild ökuréttindi
  • Vera orðin(n) 18 ára

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Kjöl/VerkVest.

Allar nánari upplýsingar um störfin veitir Ragnar Högni Guðmundsson forstöðumaður í síma 450-8400 / 659-6385 eða á netfangið: ragnarg@isafjordur.is.

Umsóknum skal skilað til Ragnars á fyrrgreint netfang, þar sem tilgreint er hvaða starf sótt er um (Umsjón með sjoppu / Afgreiðsla og skíðaleiga / Lyftuvarsla). Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

-Við þjónum með gleði til gagns-