20. nóvember 2025
Störf í boði
Penninn Eymundsson á Ísafirði óskar eftir jákvæðum og röskum starfsmanni í hlutastarf.
Um er að ræða nokkrir seinnipartar í viku yfir vetrartímann með möguleika á sumarvinnu sumarið 2026. Vinnutími yfir vetrartímann væri nokkrir dagar í viku frá 15 til 17 eða 14 til 17, eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Áfylling í verslun
- Framstillingar á vörum
- Almenn afgreiðsla
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af afgreiðslustörfum er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Rík þjónustulund og jákvætt viðmót
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Gott vald á íslensku máli.