09. október 2025
Störf í boði
Ertu leiðtogi með áhuga á framúrskarandi þjónustu og góðum árangri? Nettó á Ísafirði leitar að öflugum og virkum verslunarstjóra.
Vilt þú vera hluti af framúrskarandi liði og nýta hæfileika þína?
Helstu verkefni og ábyrgð
- Búa til góða upplifun fyrir viðskiptavini
- Leiðtogi í hópi starfsfólks
- Ráðningar og þjálfun í verslun
- Stjórna markaðs- og sölumálum í verslun
- Stýra vöruflæði í verslun
- Daglegt skipulag til að fylgja eftir verkferlum og gæðum
- Ábyrgð á rekstri verslunar með öllu sem það inniheldur
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Marktæk reynsla af stjórnun hjá verslunar- og/eða þjónustufyrirtæki
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar
- Gott skipulag og skilningur á rekstri
- Geta starfað í hröðu umhverfi og tekið skjótt ákvarðanir
- Vilji til að þjálfa og hjálpa öðrum að þróast í starfi
- Marktæk reynsla af stjórnun hjá verslunar- og/eða þjónustufyrirtæki
- Styrkleiki í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og reglusemi
Fríðindi í starfi
- Heilsustyrkur til starfsmanna í boði
- Afsláttarkjör í verslunum Samkaupa
- Velferðarþjónusta Samkaupa
- Tækifæri til menntunar