Leikskólinn Glaðheimar Bolungarvík auglýsir eftir leikskólakennara/leiðeinanda.
Laust er til umsóknar starf leikskólakennara/leiðbeinanda í 100% starf.
Glaðheimar er þriggja deilda leikskóli þar sem eru um 35 börn. Í leikskólanum er unnið með heilsueflingu og mikil áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu og hollustu.
Í leikskólanum er unnið faglegt starf sem byggir á grunnþáttum menntunnar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
- Reynsla að vinna með börnum
- Lipurð og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, samviskusemi og jákvæðni
- Ábyrgð og stundvísi
Fríðindi í starfi
- Stytting vinnuvikunnar
- Frítt fæði – morgunmatur, hádegismatur og kaffitími
- Forgangur barna í leikskóla
- Afsláttur af leikskólagjöldum
Umsóknarfrestur til 1. nóvember
Til greina kemur að ráða umsækjanda með aðra uppeldismenntun eða starfsmann leikskóla ef ekki fæst leikskólakennari og verður þá um tímabundið starf að ræða til eins árs. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf. Laun og launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við KÍ og/eða hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsókn skal senda á netfangið gladheimar@bolungarvik.is, einnig er hægt að sækja um á staðnum.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Frekari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 456-7264 eða í gegnum netfangið hér fyrir ofan.