Fara í efni

Kerecis - Sérfræðingur í gæðatryggingardeild

Störf í boði

Kerecis er það fyrirtæki sem vex hraðast í heiminum á sviði meðferðar á vefjaskaða og byggir tækni sína á hagnýtingu á roði og fitusýrum. Lækningavörur Kerecis eru notaðar til meðhöndlunar á margskonar líkamsskaða; m.a. á skurðsárum, þrálátum sárum, og brunasárum til að flýta fyrir gróanda og að styrkja vef eftir skurðaðgerðir og slys.

Um 600 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík, Evrópu og Bandaríkjunum.

Vörur Kerecis eiga þátt í bata þúsunda einstaklinga um allan heim árlega.


Sérfræðingur í gæðatryggingardeild (Quality Assurance Specialist)

 

Starfslýsing

Við erum að leita að hæfum og nákvæmum einstaklingi til að ganga til liðs við teymið okkar hjá Kerecis, leiðandi fyrirtæki í lækningatækjaframleiðslu. Þú munt gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja gæði og samræmi lækningavara við gildandi gæðakröfur og reglugerðir.

Helstu verkefni:

Innleiða, viðhalda og gera stöðugar umbætur á gæðastjórnunarkerfi Kerecis til að tryggja samræmi við staðla (til dæmis ISO 13485) og reglugerðir (sem dæmi EU-MDR, FDA-QMSR, MDSAP) fyrir framleiðslu, dreifingu og sölu á lækningavörum um allan heim.

  • Skipuleggja og framkvæma innri/ytri úttektir og skoðanir til að meta hvort farið sé að gæðastöðlum, reglugerðarkröfum og stefnu fyrirtækisins.
  • Umsjón með skjalaeftirlitsferlum, tryggja að gæðaskjöl, verklagsreglur og skrár séu nákvæmlega viðhaldið, uppfærð og aðgengileg.
  • Vera í samstarfi þvert á teymi til að knýja fram stöðugar umbætur
  • Hafa forgöngu um úrlausn gæðavandamála, frávika og kvartana viðskiptavina
  • Stuðla að áhættumati og áhættustýringu.
  • Taka saman gæðamæligögn og skýrslur fyrir stjórnendur.

 

Hæfniskröfur

  • Bachelor gráðu eða reynsla á viðeigandi sviði (t.d. gæðastjórnun, verkfræði, líffræði eða lyfjafræði).
  • Reynsla og þekking innan lækningavöruiðnaðarins er kostur.
  • Sterk þekking á FDA reglugerðum (21 CFR Part 820) og ISO stöðlum (ISO 13485) er kostur.
  • Góð greiningaræfni og lausnarmiðuð hugsun.
  • Skilvirk samskipti og teymishæfni.
  • Reynsla og menntun í gæðastjórnun er kostur.


Kostirnir við að vinna hjá Kerecis

  • Tækifæri til starfsþróunar og vaxtar
  • Samvinna og nýstárlegt vinnuumhverfi í ört vaxandi alþjóðlegu fyrirtæki í eigu Coloplast.
  • Að hafa marktæk áhrif með fyrsta flokks lækningavöru.


Ef þú hefur brennandi áhuga á gæðamálum og vinnu tengdri lækningavörum sem gera gæfumun í heilbrigðisgeiranum, bjóðum við þér að sækja um stöðu QA Sérfræðings hjá Kerecis. Taktu þátt í verkefni okkar um að afhenda hágæða lækningavöru sem bæta afkomu sjúklinga.

Sækja um starf