Fara í efni

Íslenska kalkþörungafélagið - Bíldudal

Störf í boði

Íslenska kalkþörungafélagið vill ráða starfsmann til fyrirtækisins á Bíldudal til starfa í verksmiðju sem framleiðir úr kalkþörungum. Um vaktavinnu er að ræða.

Starf í verksmiðju

Starfsmaður í verksmiðju þarf að vera laghentur og búa yfir hæfni til mannlegra samskipta á vinnustað þar sem eru bæði innlendir og erlendir starfsmenn. Um er að ræða öll almenn störf í verksmiðju, s.s. eftirlit með vélbúnaði og þátttaka í viðhaldi og forvarnaraðgerðum til að hámarka virkni véla og tækja. Reynsla af verksmiðjustörfum eru mikill kostur. Vinnuvélaréttindi eru líka kostur.

Um 100% starf er að ræða. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum.

Ef á þarf að halda veitir Kalkþörungafélagið aðstoð við leit að húsnæði.​

Upplýsingar veitir Almar Sveinsson verksmiðjustjóri almar@iskalk.is

Hægt er að sækja um á Alfred.is