Ísafjarðarbær auglýsir 83% starf yfirþjálfara Íþróttaskóla laust til umsóknar. Æskilegast að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2025.
Íþróttaskólinn var settur á fót haustið 2011, er samstarfsverkefni HSV, aðildarfélaga HSV og Ísafjarðarbæjar og er rekinn af Ísafjarðarbæ. Skólinn er fyrir öll börn 1.-4. bekkjar í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Lögð er áhersla á grunnþjálfun og að börnin fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga HSV.
Markmið skólans eru að:
• Hvetja og fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir
• Fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun séu jákvæð
• Börn fái tækifæri til að kynnast sem flestum íþróttagreinum
• Auka gæði þjálfunar
• Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
• Auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu
Yfirþjálfari Íþróttaskólans ber ábyrgð á daglegum rekstri hans ásamt samskiptum við foreldra, aðildarfélög, dægradvöl og börn í skólanum.
Helstu verkefni:
• Yfirumsjón með öllu daglegu starfi Íþróttaskólans, skipulagi, þjálfaramálum og stundaskrárgerð fyrir Ísafjörð, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri
• Skipulagning og eftirlit með framkvæmd þjálfunar íþróttagreina í skólanum, s.s. útbúa æfingaáætlun fyrir grunnþjálfun, boltaskóla og sund; tryggja skýra framvindu og fjölbreytni
• Umsjón með heimasíðu Íþróttaskólans og fréttum honum tengdar
• Samskipti við aðildarfélög, þjálfara aðildarfélaga, dægradvöl, foreldra og forráðamenn barna í Íþróttaskólanum
• Halda utan um Abler skráningar og skráningakerfi skólans
-Forföll, finna þjálfara þegar þarf með stuttum fyrirvara; fella niður eða færa æfingar ef nauðsyn krefur
Hæfniskröfur:
Leitað er að einstaklingi með reynslu af þjálfun barna. Íþróttakennaramenntun, þjálfaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi er kostur en ekki skilyrði. Yfirþjálfarinn þarf að vera fyrirmynd fyrir börn og fullorðna og koma vel fyrir. Jákvætt hugarfar, sjálfstæð vinnubrögð, góð samskiptafærni og íslenskukunnátta, sveigjanleiki og ríkur vilji til að vinna með börnum eru skilyrði. Áhugi á uppbyggingu íþróttastarfs í Ísafjarðarbæ er mikilvægur kostur.
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknir skulu berast til Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra á netfangið baldurjo@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af prófskírteinum.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í síma 450-8000 eða í gegnum tölvupóstfangið dagnyf@isafjordur.is.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
-Við þjónum með gleði til gagns-