Fara í efni

Ísafjarðarbær - Stjórnsýslu- og fjármálasvið Ísafjarðarbæjar – innheimtufulltrúi/verkefnastjóri (tímabundið starf)

Störf í boði

Laust er til umsóknar starf innheimtufulltrúa/verkefnastjóra á stjórnsýslu- og fjármálasviði Ísafjarðarbæjar. Um er að ræða 100% starf sem er í þróun. Ráðið er í starfið tímabundið til 12 mánaða.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2026, eða fyrr eftir nánara samkomulagi.

Starfsmaður annast gerð og útskrift reikninga Ísafjarðarbæjar, Fasteigna Ísafjarðarbæjar og Byggðasafns Vestfjarða og sér um fruminnheimtu þeirra. Starfsmaður sér um samskipti við innheimtuaðila í milli- og löginnheimtu. Hann þjónustar einnig viðskiptavini sveitarfélagsins við reikninga og uppgjör skulda, svo sem með gerð greiðslusamninga og greiðslufresta, í samræmi við verklag og reglur. Þá er hann í sambandi við forstöðumenn og aðra starfsmenn um innheimtumál og útgáfu reikninga. Starfsmaður hefur yfirsýn og eftirlit með skuldastöðu aðila við sveitarfélagið og sér um samningagerð við skuldunauta í samráði við fjármálastjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.

Þar sem um nýtt starf í þróun er að ræða munu önnur störf jafnframt felast í verkefnum á stjórnsýslu- og fjármálasviði, svo sem við bókun reikninga, önnur fjármálatengd verkefni og skýrslugerð, við fjárhagsáætlunar- og ársreikningagerð, og við skráningu gagna í launadeild.

Næsti yfirmaður er sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálsviðs, en dagleg stýring verkefna er hjá fjármálastjóra, og aðalbókara eftir atvikum.

Helstu verkefni

  • Útskrift og innheimta reikninga
  • Bókun innborgana
  • Skýrslugerð um stöðu innheimtumála til fjármála- og bæjarstjóra
  • Samskipti við innheimtuþjónustu vegna innheimtumála
  • Yfirferð hreyfingalista, afstemmingar og lagfæring á viðskiptastöðum
  • Eftirlit með skuldastöðu einstakra aðila og opinna innheimtumála
  • Samningagerð og upplýsingaveita við skuldunauta
  • Gerð afskrifta- og fyrningarlista
  • Samskipti við forstöðumenn og aðra viðskiptavini
  • Veita faglega og góða þjónustu við viðskiptavini sem þjónustunnar njóta
  • Önnur verkefni sem yfirmaður kann að fela honum og tengjast starfinu

Menntunar- og hæfnikröfur

  • Háskólapróf í viðskiptafræði eða tengdum greinum skilyrði
  • Reynsla af fjármálatengdum störfum, s.s. innheimtu eða bókhaldi
  • Þekking á BC365 eða sambærilegu bókhaldskerfi
  • Mjög góð færni í excel og word, auk góðrar almennrar tölvuþekkingar
  • Mjög góð íslenskukunnátta
  • Talnagleggni, skipulagshæfni, vandvirkni og nákvæmni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustulund og sveigjanleiki

Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (BHM).

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember 2025. Umsóknum skal skilað til sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar á netfangið bryndis@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af prófskírteinum. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ósk Jónsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs í gegnum tölvupóstfangið bryndis@isafjordur.is.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.