Laust er til umsóknar 25% starf náms- og starfsráðgjafa hjá Ísafjarðarbæ. Viðkomandi mun sinna þremur grunnskólum í sveitarfélaginu, þ.e. Grunnskóla Önundarfjarðar, Grunnskólanum á Suðureyri og Grunnskólanum á Þingeyri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Námsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur skólanna og umsjónarkennurum að því að standa vörð um velferð nemenda. Nemendur og foreldrar geta jafnframt leitað beint til námsráðgjafans og eins geta kennarar og stjórnendur skólans vísað málum til hans.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Veitir ráðgjöf varðandi nám, námstækni og námsvenjur
- Veitir persónulega ráðgjöf og stuðning í málefnum sem snerta líðan nemenda í skóla
- Veitir ráðgjöf varðandi náms- og starfsval
- Aðstoðar kennara í nemendamálum eftir óskum
- Heldur utan um skimanir og/eða kannanir varðandi einelti og líðan nemenda, þ.m.t. tengslakannanir
- Leitar eftir nánara samstarfi við foreldra þar sem unnið er með börnum þeirra og veitir þeim stuðningsviðtöl og leiðsögn
- Býður upp á hópráðgjöf, fræðslu eða námskeið sem styrkja einstaklinginn í námi, efla sjálftraustið og/eða samskipti hans
- Veitir nemendum og foreldrum þeirra upplýsingar um framhaldsnám
- Aðstoðar nemendur með sérþarfir í samráði við aðra fagaðila, t. d. varðandi starfskynningar og/eða atvinnuþátttöku samhliða skóla
- Situr nemendaverndarráðsfundi
- Sinnir fyrirbyggjandi starfi í sambandi við óæskilega hegðun, vímuefni, einelti og ofbeldi
- Námsráðgjafi skilar skýrslu um starf hvers skólaárs, skýrslan er hluti af ársskýrslu skólans
Menntunar og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun í náms- og starfsráðgjöf
- Leyfisbréf sem náms- og starfsráðgjafi
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
- Frumkvæði og metnaður
- Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, önnur tungumál kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við KÍ.
Umsóknum skal skilað til Ernu Höskuldsdóttur, skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri á netfangið ernaho@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af leyfisbréfi. Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2025. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Nánari upplýsingar veitir Erna í síma 450-8375 eða í gegnum fyrrgreindan tölvupóst.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
-Við þjónum með gleði til gagns-