Fara í efni

Innviðaráðuneytið — Staða sérfræðings hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Störf í boði

Innviðaráðuneytið óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en sjóðurinn er hluti af skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála í ráðuneytinu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sérfræðingnum er ætlað að vinna að útreikningi framlaga sjóðsins, að greiningum, upplýsingaöflun og framsetningu tölfræðiupplýsinga og gerð reiknilíkana.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði viðskipta- eða hagfræði.

  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi

  • Góð reynsla af vinnu fjárhagsupplýsinga

  • Mjög góð kunnátta í excel bæði til öflunar og úrvinnslu upplýsinga og gerð líkana

  • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt, sem og í hópi

  • Þjónustulund, jákvæðni og góð hæfni í samskiptum

  • Drifkraftur, metnaður og skipulagshæfileikar

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.

Athygli er vakin á því að í samræmi við byggðastefnu stjórnvalda er starfið auglýst án staðsetningar.

Ráðuneytið hvetur einstaklinga óháð kyni til að sækja um starfið. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 26.01.2024

Nánari upplýsingar veitir

Guðni Geir Einarsson, gudni.g.einarsson@irn.is

Sími: 898-0225

Sækja um