03. september 2025
Störf í boði
Icewear leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingum til starfa í verslun fyrirtækisins á Ísafirði.
Um Icewear
Icewear er leiðandi fyrirtæki á útivistarmarkaði og á sögu að rekja allt aftur til ársins 1972.
Vörulína Icewear er stór og samanstendur af fjölbreyttu úrvali af útivistarfatnaði og fylgihlutum fyrir börn og fullorðna. Allar vörur Icewear eru hannaðar á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður. Icewear leggur ávallt mikið upp úr góðri þjónustu og sanngjörnum verðum, enda er útivist fyrir alla.
Verslanir Icewear eru í dag yfir 30 talsins og eru staðsettar um land allt undir merkjum Icewear, Icewear Magasín, Icemart og Arctic Explorer.
Þín útivist - Þín ánægja
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn verslunarstörf
- Sölumennska
- Þjónusta við viðskiptavini
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi þjónustulund
- Reynsla af afgreiðslu og sölustörfum er kostur
- Stundvísi
- Góð samskiptahæfni og geta til að vinna í hóp
- Jákvæðni
- Frumkvæði
- Íslensku og enskukunnátta