Fara í efni

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - Launafulltrúi á Ísafirði

Störf í boði

Sjálfstæður og jákvæður einstaklingur óskast til að sinna 100% starfi í fjármáladeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði. Starfsmaðurinn verður hluti af öflugu teymi sem starfar í nánu samstarfi við aðrar deildir.

Starfshlutfall er 80-100% og er um að ræða afleysingu til eins árs.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 280 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Launavinnsla og samningagerð

  • Skjalavinnsla og frágangur gagna

  • Þátttaka í öðrum verkefnum fjármáladeildar

Hæfniskröfur

  • Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi

  • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi

  • Nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð

  • Gott vald á Excel

  • Reynsla af Orra fjárhagskerfi ríkisins er kostur

  • Íslenskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.

Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.09.2025

Nánari upplýsingar veitir

Elísabet Samúelsdóttir, elisabet.samuelsdottir@hvest.is

Sími: 4504500

Erling Aspelund, erling.aspelund@hvest.is

Sækja um starf