Fara í efni

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða — Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun - sumarafleysing

Störf í boði

Helstu verkefni og ábyrgð

Hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun veita hjúkrun í heimahúsum vegna langvinnra sjúkdóma, andlegrar og líkamlegrar skerðingar. Hjúkrunarfræðingur styður við einstaklinga og aðstandendur þeirra ásamt því að skipuleggja og veita þá hjúkrun sem þörf er á hverju sinni.

Vinnutími er á morgunvöktum á virkum dögum og á 4 klst kvöldvöktum. Unnið er aðra til þriðju hverja helgi.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi

  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

  • Starfsreynsla æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Möguleiki er á að stofnunin aðstoði við öflun íbúðarhúsnæðis

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 12.02.2024

Nánari upplýsingar veitir

Heiða Björk Ólafsdóttir, heidabjork@hvest.is

Sími: 450 4500

Sækja um