Fara í efni

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - Aðstoðarmanneskja óskast í ýmis störf á röntgendeild

Störf í boði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða aðstoðarmanneskju á röntgendeild stofnunarinnar á Ísafirði frá 1. sept eða skv. samkomulagi. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi og starfið er unnið í dagvinnu.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 270 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Aðstoð við geislafræðinga á deildinni.

Hæfniskröfur

  • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni

  • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi

  • Góð reynsla og hæfileiki til að vinna í teymi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Vestfirðinga hafa gert.

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og fylgibréf þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 70-100%

Umsóknarfrestur er til og með 22.08.2025

Nánari upplýsingar veitir

Hulda María Guðjónsdóttir, hulda.m.gudjonsdottir@hvest.is

Sækja um starfið