Fara í efni

Heilbrigðisfulltrúi - Vestfirðir

Störf í boði

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða auglýsir lausa til umsóknar stöðu heilbrigðisfulltrúa með starfssvæði á
Vestfjörðum. Skrifstofa er í Bolungarvík. Heilbrigðisfulltrúar starfa í umboði heilbrigðisnefnda og hafa
umsjón með starfsleyfum fyrirtækja og eftirlit með hollustuháttum, matvælum, umhverfisgæðum og
mengandi starfsemi í samræmi við eftirlitsáætlun hverju sinni.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Umhverfiseftirlit með lóðum og lendum
• Eftirlit með fyrirtækjum og stofnunum
• Útgáfa starfsleyfa, skráning og skýrslugerð
• Fagleg ráðgjöf og umsagnir
• Móttaka ábendinga og kvartana
• Gerð gátlista og verklagsreglna
• Fræðsla og upplýsingamiðlun til fyrirtækja, stofnana og almennings

Menntunar- og hæfniskröfur
• Krafa er um háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda, matvæla, raunvísinda, verkfræði, eða
sambærilega menntun sem nýtist í starfi.
• Viðkomandi þarf að hafa eða afla sér réttinda til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi skv. reglugerð
571/2002 um menntun og skyldur heilbrigðisfulltrúa.
• Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku, bæði rituðu og töluðu máli og eiga auðvelt með
samskipti við fólk.
• Bílpróf er skilyrði.

Laun taka mið af kjarasamning viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2024. Ráðið er
í starfið frá 1. mars 2024. Ef viðkomandi getur byrjað fyrr er það kostur. Starfshlutfall er 100%
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf og sendist á netfangið eftirlit@hevf.is merkt umsókn um
starf

Nánari upplýsingar veitir Anton Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða í síma 456-
7087 eða netfang: anton@hevf.is.