Grunnskólinn á Þingeyri auglýsir laust til umsóknar starf við ræstingu skólans. Um er að ræða tímamælda ákvæðisvinnu og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Sinnir ræstingu á tilteknum svæðum í skólanum
- Samstarf við kennara og skólastjóra
Hæfniskröfur:
- Jákvæðni, rík þjónustulund og lipurð í samskiptum
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Sveigjanleiki og samvinnufærni
- Nákvæmni og vandvirkni
- Reynsla af ræstistörfum kostur
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við VerkVest.
Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2025. Umsóknir skulu sendar til Ernu Höskuldsdóttur skólastjóra, á netfangið ernaho@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Nánari upplýsingar veitir Erna í síma 450-8375 eða í gegnum ofangreindan tölvupóst.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
-Við þjónum með gleði til gagns-