Fara í efni

Grunnskólinn á Ísafirði - Skólastjóri

Störf í boði

Ísafjarðarbær auglýsir stöðu skólastjóra við Grunnskólann á Ísafirði lausa til umsóknar. Leitað er að öflugum, metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga til að leiða þróttmikið skólastarf. Um er að ræða 100% starf frá 1. ágúst 2022.

Í dag eru nemendur Grunnskólans á Ísafirði um 370 og eru einkunnarorð skólans virðing, samhugur og menntun. Skólinn er byggður sem einsetinn skóli og fer öll kennsla fram undir sama þaki, utan íþrótta- og sundkennslu. Undanfarin ár hefur skólinn unnið eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og verið þátttakandi í vinaliðaverkefninu. Næsti yfirmaður skólastjóra er sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs.

Ísafjarðarbær er bær í sókn og hefur upp á margt að bjóða. Má þar nefna öfluga grunnskóla og leikskóla, menntaskóla, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, öflugt tónlistar- og menningarlíf, eitt besta skíðasvæði landsins og endalausa möguleika á að njóta einstakrar náttúrfegurðar svæðisins. Í Ísafjarðarbæ öllum búa um 3800 íbúar. Nánari upplýsingar er að finna á www.isafjordur.is.

Starfssvið:

  • Að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
  • Að leiða samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins í heild
  • Að stýra skólanum og bera ábyrgð á daglegri starfsemi, starfsmannamálum, fjárhagsáætlunum og rekstri

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
  • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi
  • Lipurð í samstarfi, sveigjanleiki og framúrskarandi hæfni í samskiptum
  • Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar
  • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri
  • Vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að miðla upplýsingum bæði í mæltu máli og rituðu
  • Reynsla af þátttöku í þróunarstarfi kostur

Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknafrestur er til og með 17. mars 2022.

Umsókn þarf að fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), afrit af leyfisbréfi til kennslu og prófskírteinum, upplýsingar um frumkvæði á sviði skólamála og annað er málið varðar (kynningarbréf). Umsóknum skal skilað til mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar í netfangið baldurjo@isafjordur.is. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Upplýsingar um starfið veitir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, Hafdís Gunnarsdóttir, í síma 450-8000 og í gegnum tölvupóst: hafdisgu@isafjordur.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.