Fara í efni

Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar á Þingeyri

Störf í boði

Skóla- og tómstundasvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns íþróttamiðstöðvar á Þingeyri. Leitað er að kröftugum einstaklingi sem býr yfir miklum skipulagshæfileikum, sýnir frumkvæði, sjálfstæði og metnað í starfi. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf 13. júní 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs.

Á Þingeyri búa um 270 íbúar en þar má finna öflugan grunn- og leikskóla, íþróttahús, sundlaug, golfvöll, reiðskemmu og litla verslun. Umhverfið er rómað fyrir mikla náttúrufegurð og býður upp á fjölmarga möguleika til að njóta hennar. Í Ísafjarðarbæ öllum búa um 3800 íbúar en Ísafjörður er í um 50 km fjarlægð frá Þingeyri.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón og ábyrgð á rekstri íþróttamannvirkja sveitarfélagsins á Þingeyri
  • Heldur utan um rekstur og mannahald, semur vaktaplön fyrir starfsmenn
  • Minniháttar viðhald í mannvirkjum
  • Umsjón með innkaupum aðfanga í samræmi við innkaupareglur Ísafjarðarbæjar
  • Ábyrgð á því að starfsemin sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir
  • Umsjón með rekstri tjaldstæðis á Þingeyrarodda, s.s. umhirða mannvirkja og þrif, veita upplýsingar og ýmsa þjónustu til gesta og rukka fyrir afnot
  • Er fulltrúi sveitarfélagsins út á við í sínum málaflokki

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Starfsreynsla á sviðinu æskileg
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Haldgóð þekking í skyndihjálp
  • Sveigjanleiki og rík þjónustulund
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Kjöl/VerkVest.

Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2024. Umsóknir skal senda til Baldurs Inga Jónassonar mannauðsstjóra í netfangið baldurjo@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af prófskírteini / prófskírteinum, ásamt kynningarbréfi þar sem í stuttu og kjarnyrtu máli er gert grein fyrir kostum umsækjanda sem nýtast í starfi. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs hafdisgu@isafjordur.is eða í síma 450-8000.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-