Fara í efni

Græn skref sveitarfélaganna

Fréttir Verkefni Græn skref

Áætlað er að í haust 2019 verði aftur í boði  aftur í boði fyrir stofnanir á vegum sveitarfélaganna að fara í úttekt fyrir Grænu skrefin. Í dag eru 26 stofnanir skráðar og eru flestar á byrjunarskrefi sem þýðir að þau hafi ekki farið í úttekt. Úttektaraðili fór í úttekt í maí 2019 og kláruðu þá þrjár stofnanir fyrsta skrefið og eru þær því að vinna að því að ná öðru skrefi.  Þessar stofnanir eru Patreksskóli, Héraðsbókasafn V- Barðastrandasýslu og Leikskólinn í Tjarnabæ en allar þessar stofnanir eru staðsettar á Patreksfirði.

Grænu skrefin er fjögurra skrefa umhverfisverkefni sem með einföldum og skipulögðum hætti auðveldar innleiðingu umhverfisvænna aðgerða. Grænu skrefin byggjast á aðgerðum er snerta sex rekstrarþætti sem hafa áhrif á umhverfið og snýst það um að efla vistvænan rekstur í starfsemi sveitarfélaganna  ásamt því að skapa fordæmi í því að minnka umhverfisáhrif með kerfisbundnum hætti.

Hægt er að skrá sig í Grænu skrefin á síðu verkefnisins hér og einnig er hægt að skrá sig í úttekt á síðunni hér

Fyrir neðan er listi yfir þær stofnanir sem eru skráðar í verkefnið.

Vinnustaður                                      

Sveitarfélag

Skref

Áhaldahús Patró

Vesturbyggð

Byrjun

Bíldudalsskóli

Vesturbyggð

Byrjun

Brattahlíð sundlaug

Vesturbyggð

Byrjun

Bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar

Ísafjarðarbær

Byrjun

Eyrarsel

Vesturbyggð

Byrjun

Félagsheimilið á Hólmavík

Hólmavík

Byrjun

Grunnskólinn á Ísafirði

Ísafjarðarbær

Byrjun

Grunnskólinn á Hólmavík                      

Hólmavík

Byrjun

Grunnskólinn á Þingeyri

Ísafjarðarbær

Byrjun

Grunnskólinn á Suðureyri

Ísafjarðarbær

Byrjun

Hvesta hæfingastöð

Ísafjarðarbær

Byrjun

Heilsuleikskólinn Laufás

Ísafjarðarbær

Byrjun

Héraðsbókasafn V-Barðarstrandasýslu

Vesturbyggð

Fyrsta skrefi lokið

Héraðsbókasafn Strandasýslu

Hólmavík

Byrjun

Félagsheimilið Birkimelur

Vesturbyggð

Byrjun

Íþróttamiðstöðin á Þingeyri

Ísafjarðarbær

Byrjun

Leikskólinn Araklettur

Vesturbyggð

Byrjun

Leikskólinn Lækjarbrekka

Hólmavík

Byrjun

Leikskólinn Tjarnarbrekka

Vesturbyggð

Fyrsta skrefi lokið

Patreksskóli

Vesturbyggð

Fyrsta skrefi lokið

Rannsóknarsetur HÍ á Ströndum

Hólmavík

Byrjun

Safnahúsið

Ísafjarðarbær

Byrjun

Skrifstofa Reykhólahrepps

Reykhólahrepp

Byrjun

Skrifstofa Strandabyggðar

Hólmavík

Byrjun

Skrifstofa Vesturbyggðar

Vesturbyggð

Byrjun

Suðureyrarhöfn

Suðureyri

Byrjun