Fara í efni

Umhverfisvottun Vestfjarða

 

Dagana 7. til 9. mars sl. voru verkefnastjóri Vestfjarðastofu og Hildur Dagbjört Arnardóttir Landslagsarkitekt á ferð um Strandir og á sunnanverðum Vestfjörðum til að kynna verkefnið Umhverfisvottaða Vestfirði og verkefnið Græn skref í sveitarfélaginu mínu. Farið var í fyrirtæki, stofnanir og haldnir fundir með sveitastjórnum.

Kynningin gekk mjög vel og hafa fyrirtæki og stofnanir verið að skrá sig inn í verkefnið ´"Græn skref  í sveitarfélaginu mínu "en þar gefst þeim tækifæri til að taka þátt í verkefninu Umhverfisvottaðir Vestfirðir og leggja þannig sveitarfélögunum lið, ásamt því að huga  betur að nærumhverfi,sorpflokkun og innkaupum. Upplýsingar um verkefnið er hægt að finna á síðunni http://vestfirdir.is/umhverfisvottun/graen_skref/