Fara í efni

Þróunarverkefnasjóður Flateyri – Úthlutun 2022

Eftir að metfjöldi áhugaverðra og fjöbreyttra umsókna barst í Þróunarsjóð Flateyrar í febrúar síðastliðnum var niðurstaða verkefnisstjórnar um úthlutunina kynnt á Flateyri í gær. Birgir Gunnarsson Bæjarstjóri opnaði samkomuna með stuttri ræðu, Ragga og Kolbeinn (dúett úr lýðskólanum) fluttu 3 lög og formaður verkefnastjórnar, Sigríður Kristjánsdóttir, kynnti styrkveitingar og afhenti viðurkenningarskjöl.

Til úthlutunar voru 20 milljónir, en alls bárust 28 umsóknir þar sem í heildina var sótt um tæpar 45 milljónir af heildarkostnaði verkefna upp á 60 milljónir. Flestar umsóknir reyndust styrkhæfar og vísuðu til með einum eða öðrum hætti til markmiða Flateyrarverkefnisins og niðurstaðna íbúaþings haustið 2021. Þrettán verkefni má flokka sem samfélagsverkefni og ellefu sem verkefni í atvinnu- og nýsköpun, en fjögur verkefni reyndust ekki styrkhæf m.a. vegna samkeppnisreglna. Mat verkefna tók mið af íbúasamráði í tengslum við samfélagsverkefni á Flateyri og markmið Sóknaráætlunar Vestfjarða. Umsóknir sem bárust í sjóðinn voru metnar af verkefnisstjórn byggðalagsins, sem skipuð er fulltrúum frá Ísafjarðarbæ, Vestfjarðastofu og hverfisráði Flateyrar.

Veittir voru verkefnastyrkir til 21 verkefna samtals 20 milljónir króna. Hæstu styrkina fengu Kalksalt ehf til þróunar á lýsissteinum, þrjár og hálfa milljón, Skautasvellið á Flateyri til áframhaldandi uppbyggingu svellsins, þrjár milljónir, og Snjóflóðasafnið á Flateyri 2 milljónir.

Þetta er í þriðja og næstsíðasta skipti sem úthlutað verður úr sjóðnum en síðasta úthlutun verður í byrjun árs 2023.

Listi yfir úthlutanir
Smáspunaverksmiðja í Önundarfirði, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir: kr. 1.000.000-

Vöruþróun í samstarfi við Matís og nýjar umbúðir, Kalksalt ehf: kr. 3.500.000-

Ocean Adventure Center, Nicole Sühring: kr. 600.000-

Skautasvell, Sigurður J. Hafberg: kr. 3.000.000-

Gráðostagerð í Önundarfirði – Hönnunarvinna, Elín Friðriksd. fh. Ostagerðarf. Önfirðinga: Kr. 800.000-.

Leiksýning í fullri lengd, Leikfélag Flateyrar. Kr. 500.000-

Tvær stjörnur, Katrín Björk Guðjónsdóttir: Kr. 1.000.000-

Frisbígolfvöllur, Sigurður Grétar Jökulsson: Kr. 1.000.000-

Búnaður fyrir Skúrina, Skúrin samfélagsmiðstöð ehf: kr. 650.000-

Markaðssetning Skúrarinnar, Skúrin samfélagsmiðstöð ehf: 1.000.000-

Cerro de Plata: A branding and marketing consultancy based in Flateyri, Leiry Seron: Kr. 450.000-

Endurnýjun sextán söguskilta á Flateyri, Félagið Hús og fólk: Kr. 650.000-

Teikningar og rekstraráætlun fyrir stækkun á hóteli, Holt Inn ehf: Kr. 900.000-

Sameiginleg þvottaaðstaða, Nemendagarðar Lýðskólans á Flateyri ses:                Kr 500.000-

Co-living in Flateyri, Leiry Seron: Kr. 400.000-

Lýðskólinn á Flateyri: Miðstöð sköpunar, Lýðskólinn á Flateyri: Kr. 600.000-

Flateyri varanlegan reiðhjóla viðgerðastand, Tyler Wacker: Kr. 400.000-

Eyvi kayaks, Eyvindur Atli Ásvaldsson: Kr. 700.000-

Board game nights and tournaments, Helen Cova: Kr. 250.000-

Nostalgía- endurgerð gluggamynda, Kristbjörg Sunna Reynisdóttir: Kr. 100.000-

Snjóflóðasafnið á Flateyri – Húsnæði, Verzlunin Bræðurnir Eyjólfsson:                Kr. 2.000.000-