02. mars 2019			
		
	
					
															
							Fréttir						
																											
						
							Straumar						
					
							
			Straumar er verkefni sem styrkir ungt listafólk ættað af Vestfjörðum til að koma og deila sköpun sinni á heimaslóðum. Vestfjarðastofa kallar eftir umsóknum um styrki í verkefnið. 
 Veittir verða allt að 5 styrkir að hámarki 500.000 kr. hver.
Styrkirnir eru ætlaðir ungu listafólki og hönnuðum á aldrinum 20-35 ára sem hafa lokið námi úr viðurkenndum lista- eða hönnunarskóla eða er í námi sem leiðir til gráðu í viðkomandi grein. Umsækjendur skulu vera ættaðir af Vestfjörðum.
Styrkirnir skulu nýtast umsækjendum til að skapa viðburði eða deila sköpun sinni á Vestfjörðum á árinu 2019.
Sótt er um á slóðinni www.vestfirdir.is/straumar fyrir kl. 16:00 mánudaginn 18. mars.
