Fara í efni

Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar - Opnað fyrir styrkumsóknir

Fréttir Samfélags- og nýsköpunarmiðstöðvar
Mynd eftir Hauk Sigurðsson
Mynd eftir Hauk Sigurðsson

Vestfjarðastofa/Fjórðungssamband Vestfirðinga fékk stuðning úr Byggðaáætlun til verkefnis sem hefur yfirskriftina nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar á Vestfjörðum. Hluti þessa stuðnings er ætlaður til að efla starfsemi starfandi þróunarsetra og nýsköpunar- og/eða samfélagsmiðstöðva samkvæmt markmiðum verkefnisins. Hámarksstyrkur til hverrar miðstöðvar er 3 milljónir króna.

Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur og markmið verkefnisins er að finna á heimasíðu Vestfjarðastofu sjá hér.

Umsóknir þurfa að berast rafrænt á þar til gerðu formi og þurfa að berast fyrir kl. 16:00, 1. júní 2020. Umsóknareyðublað má finna hér.

Um er að ræða eina úthlutun.

Ekki er hægt að sækja um styrk til stofnunar nýrrar nýsköpunar- og/eða samfélagsmiðstöðvar.

Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri Agnes Arnardóttir netfang: agnes@vestfirdir.is