Laust er til umsóknar starf deildarstjóra á leikskólanum Glaðheimum. Um er að ræða 100% starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Glaðheimar er þriggja deilda leikskóli með um 40 börn. Í leikskólanum er lögð rík áhersla á heilsueflingu, útiveru, hreyfingu og hollustu. Starfið byggir á faglegum grunni og tekur mið af grunnþáttum menntunar.
Menntunar- og hæfnikröfur
- Starfsleyfi sem leikskólakennari eða önnur uppeldis- eða kennaramenntun
- Reynsla af starfi á leikskóla og stjórnun
- Faglegur metnaður og áhugi á að starfa með börnum
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta
- Frumkvæði, samviskusemi og jákvæðni
- Hreint sakavottorð
Til greina kemur að ráða umsækjanda með aðra uppeldismenntun eða starfsmann leikskóla ef ekki fæst leikskólakennari. Í slíkum tilfellum verður um tímabundið starf að ræða til eins árs.
Bolungarvík er hlýlegt sveitarfélag á Vestfjörðum. Bærinn býður upp á einstaka náttúrufegurð, sterkt samfélag og fjölbreytta þjónustu.
Í Bolungarvík er lögð áhersla á heilsueflingu, menntun og velferð íbúa. Þar er að finna leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og öflugt félagslíf.
Nánari upplýsingar
Þórdís Sif Arnarsdóttir – thordis@hagvangur.is