Fara í efni

Bæjarskrifstofa – Verkefnastjóri tæknilausna og innkaupa

Störf í boði

Ísafjarðarbær auglýsir laust til umsóknar 100% starf verkefnastjóra tæknilausna og innkaupa á stjórnsýslu- og fjármálasviði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Leitað er að framsæknum og kraftmiklum einstaklingi í stafræna þróun og tækniþjónustu sveitarfélagsins, innleiðingu Microsoft 365 lausna, og ráðgjöf og verkefni sameiginlegra vöru- og þjónustukaupa sveitarfélagsins.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með rekstri upplýsingakerfa
  • Þróun, innleiðing og viðhald nýrra tæknilausna, sérstaklega Microsoft 365 lausna
  • Samskipti við þjónustuaðila tölvu- og hugbúnaðarþjónustu sveitarfélagsins
  • Útboð, örútboð og verðfyrirspurnir
  • Stýring, yfirsýn og samræming vöru- og þjónustuinnkaupa
  • Greiningarvinna, stefnumótun, ferla- og öryggismál
  • Samningagerð og samskipti við birgja og yfirferð gildandi samninga
  • Upplýsingagjöf, aðstoð og miðlun til starfsmanna

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á rekstri og uppbyggingu upplýsingakerfa
  • Tækniþekking, reynsla og áhugi á stafrænum lausnum (s.s. Microsoft 365)
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • Reynsla við útboðsgerð, innkaup og samningagerð kostur
  • Þekking á rammasamningum Ríkiskaupa kostur
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Kunnátta og hæfni í ráðgjöf og að miðla sýn og þekkingu
  • Rík þjónustulund og sveigjanleiki, færni í samskiptum og samningagerð
  • Góð tölvukunnátta, talnagleggni og greiningarhæfni
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, ásamt færni í ræðu og riti
  • Þekking á skipulagi og stjórnsýsluháttum í opinberri stjórnsýslu er kostur

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma með ýtrustu vinnustyttingu (36 stunda vinnuviku). Önnur hlunnindi eru sérstakur stuðningur vegna fjarnáms, íþróttastyrkur og afsláttur af árskorti í sund.

Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl 2024. Umsóknum skal skilað til mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á netfangið baldurjo@isafjordur.is og með þeim skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ósk Jónsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, í síma 450-8000 eða í gegnum tölvupóst bryndis@isafjordur.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

-Við þjónum með gleði til gagns-