07. október 2025
Störf í boði
Arnarlax leitar að öflugum fjármálastjóra til að leiða fjármálateymi og ganga til liðs við framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Fjármálastjóri hefur yfirumsjón með fjármálum Arnarlax. Um er að ræða lykilhlutverk í vaxandi framleiðslufyrirtæki sem starfar á alþjóðlegum vettvangi. Skrifstofa fjármálastjóra er í Kópavogi eða á Bíldudal, en starfinu fylgja ferðalög bæði innanlands sem utan.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Áhersla á innri þjónustu og daglega stjórnun fjármálastarfsemi fyrirtækisins
- Leiða fjármálateymi og styðja við stefnumótun og rekstraráætlanir
- Áætlunargerð félagsins, framþróun á ferlum og kerfum eftir því sem við á
- Viðhald og þróun á upplýsingagjöf til innri og ytri hagaðila félagsins
- Hafa umsjón með fjárhagsuppgjörum og bókhaldi í samræmi við kröfur skráðra félaga, þ.m.t. ársfjórðungsleg skýrslugjöf til fjármálamarkaða
- Byggja upp traust og fagleg samskipti við fjárfesta og banka
- Yfirsýn yfir reikningsskilaaðferðir félagsins og ferlum í kringum reikningshald og aðrar árangursmælingar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í fjármálum, endurskoðun og reikningshaldi
- Árangursrík reynsla af fjármálastjórnun, áætlanagerð og greiningum
- Víðtæk þekking á IFRS alþjóðlegum reikningsskilastöðlum
- Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu fjárhagsupplýsinga
- Samskiptafærni og þjónustulund
- Áhugi á framleiðslu og iðnaði er kostur
- Mjög góð enskukunnátta; kunnátta í norrænum tungumálum er kostur
- Vilji og geta til að ferðast reglulega vestur og erlendis
Frekari upplýsingar um starfið er að finna hér