Fara í efni

Aðalfundur Vestfjarðastofu

Fréttir Fjórðungssamband Vestfirðinga
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður stjórnar Vestfjarðastofu 
og Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmd…
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður stjórnar Vestfjarðastofu og Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri.

Aðalfundur Vestfjarðastofu var haldinn í Bjarkalundi í dag. 

Ólafur Þór Ólafsson var kjörinn fundarstjóri og Guðrún Anna Finnbogadóttir og Sigurður Líndal fundarritarar.
Farið var yfir hefðbundin aðalfundarstörf og kosið var í atvinnu og menningarnefnd samkvæmt tillögum starfsháttanefndar.
Samþykkt var að vinna áfram tillögur að breytingum á samþykktum að fyrirmynd Austurbrúar og taka þær fyrir á haustþingi.

Fulltrúar Reykhólahrepps tóku einstaklega vel á móti fundargestum og eiga þau og starfsfólks Bjarkalundar þakkir skilið fyrir móttökurnar.