Fara í efni

Skráning - Stafræn markaðsmiðlun

Markaðsstofa Vestfjarða býður upp á námskeið í stafrænni  markaðsmiðlun fyrir viðburðahaldara og ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum. 

Námskeiðið er í fjórum hlutum, þar sem fyrstu tvær kennslustundirnar fjalla um markaðsstrategíu (kennt á ensku) og seinni tvær um stafrænu markaðssetningartólin Meta og Google. 

Námskeiðið er kennt í fjarnámi í gegnum netið og eru allir tímarnir 1.5 klukkustund, frá 17:00-18:30.

Dagsetningar: 

Þriðjudagur 25. apríl - Marketing Strategy: The Secret Ingredient That Separates the Good from the Great

Þriðjudagur 2. maí - From Panic to Planning: How a Strong Marketing Plan Can Save the Day

Þriðjudagur 9. maí - Stafræn tól: Meta

Fimmtudagur 11. maí - Stafræn tól: Google search

Kennari í fyrri hluta er Juraj Hubinák, markaðssérfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Hnappinum og kennarar í seinni hluta eru Andreas Aðalsteinsson, Head of Digital hjá SAHARA og Jón Gísli Ström, Digital Marketing Manager hjá SAHARA.

Verð: 

Fyrir aðila að markaðsstofu Vestfjarða: Ókeypis.

Fyrir viðburðahaldara á Vestfjörðum: Ókeypis.

Fyrir aðra: 9.900. 

 

Skráningu lýkur mánudaginn 24. apríl. 

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Steinunni á netfangið steinunn@vestfirdir.is

Ferðaþjónum á Vestfjörðum stendur til boða að vera aðilar Markaðsstofu Vestfjarða. Aðilar fá ítarskráningu á vef Westfjords.is, möguleika á þátttöku í ferðasýningum, taka þátt í viðburðum, blaðamannaferðum, aðgangur að markaðsefni o.fl.
Hafir þú áhuga aðild má nálgast nánari upplýsingar og skráningarform hér.