Fara í efni

Leiðir til byggðafestu - Markaðssetning á netinu

Markaðssetning á netinu með Ragnari Má lektor við Háskólann á Bifröst. 
 
Þetta námskeið er samstarfsverkefni Leiða til byggðafestu og Háskólans á Bifröst. Á þessu námskeiði verður áhersla á markaðssetningu vöru og þjónustu með sérstöku tilliti til markaðssetningu á stafrænum miðlum. Farið verður yfir grunnþætti markaðsfærslu, markhópanálgun, markaðssamskipti og framkvæmd auglýsingaherferða á samélagsmiðlum.
 
Námsmarkmið:
Eftir námskeiðið eiga nemendur að:
• Þekkja mikilvægi faglegrar markaðsstjórnunar
• Geta undirbúið markaðssókn gagnvart markhópum
• Gera sér grein fyrir kostum mismunandi boðleiða
• Geta birt auglýsingar á samfélagsmiðlum
 
Námskeiðið fer fram á Teams á eftirfarandi dagsetningum:
Föstudaginn 11. apríl frá 17:00-18:30: Fyrirlestur um mikilvægi faglegs markaðsstarfs + spjall/umræður
Mánudaginn 14. apríl frá 17:00-18:30: Fyrirlestur um markhópa og markaðssamskipti + spjall/umræður
Þriðjudaginn 15. apríl frá 17:00-18:30: Fyrirlestur um skipulagningu og uppsetningu auglýsinga á stafrænum miðlum + spjall/umræður
 
Námskeiðið er gjaldfrjálst en skráningar er þörf:
Sendið póst með nafni þátttakenda, símanúmeri og nafni ykkar sveitarfélags á endurmenntun@bifrost.is til að skrá ykkur.
 
Ragnar Már Vilhjálmsson er lektor við Háskólann á Bifröst, er fagstjóri markaðsfræðináms við skólann og hefur kennt markaðsfræði í yfir 25 ár. Er einnig stofnandi og eigandi markaðsstofunnar Manhattan og hefur stýrt markaðsmálum fyrir fjölda fyrirtækja á sínum ferli.
 
Frekari upplýsingar er að finn hér