Fara í efni

Fundargerð 36. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

28.04.2021 14:00

Fundargerð 36. stjórnarfundar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga haldinn kl 14.00 28. apríl  2021. Fundurinn var haldinn í fjarfundi.

Mætt voru: Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson,  Kristján G. Jóakimsson, Marzelíus Sveinbjörnsson, Shiran Þórisson og Þórir Guðmundsson. Auk þeirra sat fundinn Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.   

Boðuð dagskrá fundarins;

Fundur stjórnar Vestfjarðastofu

    1. Skýrsla framkvæmdastjóra – flutt munnlega á fundinum – Sigríður Ó. Kristjánsdóttir
    2. Ársfundur Vestfjarðastofu 2021
    3. Ársreikningur Vestfjarðastofu
    4. Endurskoðuð fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu 2021
    5. Endurskoðun samþykkta Vestfjarðastofu – staða
    6. Erindi frá sveitarfélögum á Vestfjörðum
      1. Barnaverndarmál
      2. Húsnæðismál
      3. Línuívilnun (5,3%) 
    7. Fyrirmyndaráfangastaðir – umfjöllun 
    8. Samningur um áfangastaðastofu
    9. Fundur FV hefst
      Skipulag 66. Fjórðungsþings að vori 2021
    10. Ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga 2020
    11. Endurskoðuð fjárhagsáætlun FV
    12. Endurskoðun samþykkta FV - staða
    13. Jarðgangaáætlun Vestfjarða
    14. Lagt fram til kynningar  
      i. Fundargerð 117. stjórnarfundar Austurbrúar 12. febrúar 2021 - https://austurbru.is/wp-content/uploads/2021/04/1_Austurbru_117.pdf
    15. ii. Fundargerð Aðalfundar SSV 24. mars 2021 -

https://ssv.is/fundargerd/2021-ssv-adalfundur/

      iii. Fundargerð 65. fundar stjórnar SSNV 6. apríl 2021 -

http://www.ssnv.is/is/moya/news/category/2/fundargerd-65-fundar-stjornar-ssnv-6-april-2021

      iv. Fundargerð – Stjórn SSNE 19. mars 2021 -

https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-ssne/fundargerd-stjorn-ssne-25-fundur-19-mars-2021

      v.  568. stjórnarfundur SASS. 24. mars 2021 -

https://www.sass.is/568-fundur-stjornar-sass/

      vi. 522. fundur stjórnar SSH 31. mars 2021-

http://ssh.is/images/stories/fundargerdir_stjornar/2021_/Stjorn_SSH_522_fundur_2021_03_31.pdf

    Umsagnir:
  1. Umsagnir
    1. Afgreiddar umsagnir
      i. Umsögn um fjármálaáætlun
        1. Umsagnarbeiðnir
          i. frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi (tímabundnir gestaflutningar og vanræksluálag), 690. mál
        2. ii. tillögu til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál

          iii. frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku),709. mál.

          iv. frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál

        v. frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 702. má

Formaður setti fundinn og gerði tillögu um breytingu á dagskrá, að 3. og 10. liður á dagskrá fundarins yrðu færðir fremst í dagskrá m.t.t. hagræði af umræðu á fundinum með endurskoðenda Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands. Tillagan samþykkt og gengið til dagskrár.

Mætt til fundar Guðmundur E Kjartansson og Margrét Högnadóttir frá Endurskoðun Vestfjarða.

  1. Ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga 2020 (var liður 10 á dagskrá)
    Sviðsstjóri lagði fram drög að ársreikningi Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir árið 2020, ásamt skýrslu stjórnar og áritun endurskoðanda. Með reikningum fylgja sundurliðanir á einstaka deildir.
    Í skýrslu stjórnar segir, að samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2020 námu tekjur 299.201 þkr, en rekstrargjöld 299.178 þkr. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 23 þkr. og að teknu tilliti til afskrifta, fjármunatekna og fjármagnsgjalda er rekstrarafkoma jákvæð um 3.866 þkr. þar var áhrif vegna slita Atvest ehf 3.241 þ kr.  Heildareign Fjórðungssambands Vestfirðinga samkvæmt efnahagsreikningi í árslok 2020 nam 122.952 þkr, en skuldir og skuldbindingar 75.572 þkr. Eigið fé sambandsins samkvæmt efnahagsreikningi nam á sama tíma 47.381 þkr.
    Sviðsstjóri lagði fram fundargerð fjármálanefndar Fjórðungssambands frá 27. apríl s.l. og kemur þar fram að fjármálanefnd leggur til að ársreikningur Fjórðungssambandsins fyrir árið 2020 verði samþykktur.
    Til máls tóku. Jóhanna og Guðmundur E Kjartansson.
    Formaður gerði tillögu um að ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga verði samþykktur. Tillaga samþykkt samhljóða.
  2. Ársreikningur Vestfjarðastofu
    Framkvæmdastjóri lagði fram drög að ársreikningi Vestfjarðastofu fyrir árið 2020 ásamt skýrslu stjórnar og áritun endurskoðanda. Með ársreikningi fylgja sundurliðanir á einstaka deildir.
    Í skýrslu stjórnar segir að samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur stofnunarinnar 320 milljónum á árinu. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 1,9 milljónir á árinu. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir stofnunarinnar 130 milljón í árslok og eigið fé í árslok var jákvætt sem nam 9 milljónum kr.
    Til máls tóku. Jóhanna, Shiran, Guðmundur og Margrét.
    Formaður gerði tillögu um að ársreikningur verði samþykktur. Tillagan samþykkt samhljóða.
    Guðmundur E Kjartansson og Margrét Högnadóttir véku af fundi kl 14.45
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra
    Framkvæmdastjóri fór munnlega yfir verkefni aprílmánaðar.
    Til máls tóku Kristján G, Shiran, Sigríður og Jóhanna
  4. Ársfundur Vestfjarðastofu 2021
    Framkvæmdastjóri kynnti tillögu um að ársfundur verði haldinn 2. júní n.k. á Reykhólum og í fjarfundi, en á sama dag er einnig stefnt á að halda 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga. Tillaga að dagskrá væri umræða um breyting á samþykktum Vestfjarðastofu og um Sóknaráætlun Vestfjarða.
    Tillaga um að setja Sóknaráætlun á dagskrá er í tengslum við að hefja á endurskoðun áætlunarinnar á þessu ári enda er áætlunin þá hálfnuð í tíma. Metin verði staða, markmið og framtíðarsýn sem og hvernig nýta megi áætlunin betur sem samstarfsvettvang fyrirtækja, sveitarfélaga og samfélagsins. Einnig er komin fram hugmynd um að stofnanir sem starfa á Vestfirska vísu kynni sína starfsemi.
    Formaður bar tillögu upp til samþykktar. Tillagan samþykkt samhljóða.   
  5. Endurskoðuð fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu 2021
    Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Áætlaðar tekjur nema 304,3 mkr og lækka um 11 mkr frá fjárhagsáætlun. Gjöld nema 298,1 mkr og lækka um 5,7 mkr frá fjárhagsáætlun. Rekstrarafkoma nemur 6,2 mkr og lækkar um 5,2 mkr frá fjárhagsáætlun.
    Framkvæmdastjóri fór yfir forsendur áætlunarinnar eftir deildum.
    Til máls tóku, Shiran, Jóhanna og Sigríður.
    Formaður gerði tillögu, að endurskoðuð fjárhagsáætlun 2021 verði samþykkt. Tillagan samþykkt samhljóða.  
  6. Endurskoðun samþykkta Vestfjarðastofu – staða
    Formaður kynnti stöðu máls. Haldinn hefur verið einn fundur um fyrstu hugmyndir og kynnti innihald þeirra. Leitað verður upplýsinga frá öðrum landshlutasamtökum og samstarfsstofnana þeirra s.s. Austurbrú.
    Til máls tóku, Shiran, Kristján Jón Guðmundsson, Kristján G Jóakimsson, Jóhanna, Aðalsteinn.
  7. Erindi frá sveitarfélögum á Vestfjörðum
    Framkvæmdastjóri kynnti að undir þessum lið væru mál sem rædd væru á samstarfsvettvangi framkvæmdastjóra sveitarfélaga og Vestfjarðastofu. Óskað var eftir að sveitarfélögin sendu inn erindi til stjórnar og skiptu þau með sér verkum og sendu inn neðangreind erindi.  
    1. Barnaverndarmál
      Lagt fram erindi frá Ólafi Þ Ólafssyni, sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps um að Vestfjarðastofa skoði möguleika á samstarfi sveitarfélaga á Vestfjörðum í tengslum við breytingar á barnaverndarmálum. Stjórn leggur til að Vestfjarðastofa taki verkefnið til skoðunar og móti verk og fjárhagsáætlun í samráði við sveitarfélögin.
    2.  Húsnæðismál
      Lagt fram erindi frá Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar um að Vestfjarðastofa greini stöðu húsnæðismála á Vestfjörðum, dragi saman gögn og upplýsingar úr húsnæðisáætlunum sveitarfélaganna og leggi mat á undirliggjandi íbúðaþörf á Vestfjörðum á komandi árum. Einnig þurfi að greina hvaða samvinna/samstarf gegnum Vestfjarðastofu/Fjórðungssamband gæti komið til greina þegar kemur að frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Vestfjörðum.
      Formaður bendir á að verkefnið falli að markmiðum Sóknaráætlunar Vestfjarða og eitt verkefna sem þar ætti að vinna.
      Samþykkt að vinna að verkefninu í samráði við sveitarfélög á Vestfjörðum.
    3. Línuívilnun (5,3%) 
      Lagt fram erindi frá Jóni Páli Hreinssyni. Óskað eftir að Vestfjarðastofa fylgi eftir að Atvinnuveganefnd Alþingis afgreiði svokallað 5,3% frumvarp úr nefndinni fyrir þinglok.
      Formaður óskaði eftir að sviðsstjóri kynnti efni máls.
      Til máls tóku Kristján Jón Guðmundsson, Kristján G Jóakimsson,
      Tekið er jákvætt í að FV/Vestfjarðastofa komi að verkefninu án þess að stjórn taki afstöðu til innihalds frumvarpsins.
  8. Fyrirmyndaráfangastaðir – umfjöllun –
    Framkvæmdastjóri kynnti verkefnið „Varða. Merkisstaðir Íslands“ sem Atvinnu og nýsköpunarráðuneyti kynnti í liðinni viku. Kynntir voru fjórir skilgreindir staðir, Þingvellir, Geysissvæðið, Gullfoss og Jökulsárlón. Mikil umræða væri um verkefnið á meðal sveitarfélaga og landshlutasamtaka sem gæti leitt til sameiginlegrar ályktunar og að stjórn
  9. Samningur um áfangastaðastofu
    Lagður fram til kynningar samningur um áfangastaðastofu
  10. Fundur Fjórðungssambands hefst 
    Skipulag 66. Fjórðungsþings að vori 2021

    Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að dagsetningu 66. Fjórðungsþings, 2. júní kl 10.00 og að þingið verði haldið í Reykhólahreppi. Dagskrá þingsins verði samkvæmt samþykktum og undir öðrum málum verði rædd tillaga að breytingu að samþykktum Fjórðungssambandsins.
    Til máls tóku Jóhanna og Aðalsteinn.
    Formaður bar upp tillögu framkvæmdastjóra að dagskrá þingsins og tilkynning um dagskrá verði send sveitarstjórnum aðildasveitarfélaga. Tillagan samþykkt samhljóða.
  11. Endurskoðuð fjárhagsáætlun FV
    Sviðstjóri lagði fram tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Tillagan hefur einnig verið lögð fyrir fjármálanefnd FV og óskar nefndin eftir afstöðu stjórnar til hennar. Gert er ráð fyrir að tekjur nemi 270,2 mkr sem er hækkun um 1,1 mkr og gjöld nemi 278,3 mkr sem er hækkun um 1,9 mkr frá fjárhagsáætlun.
    Í tekjum nema ónýttir styrkir á áramótum eru áætlaðir 31,2 mkr sem er hækkun 15 mkr frá fjárhagsáætlun, greiddir styrkir í gjöldum hækka til samræmis. Sviðsstjóri kynnti tillögur um ráðstöfun ónýttra styrkja, farið yfir efni tillagna og afgreidd tillaga. Sviðsstjóra falin undirbúningur verkefna á grunni tillögu stjórnar.
  12. Endurskoðun samþykkta FV – staða
    Formaður kynnti að haldin hafi verið einn fundur og unnið væri að gagnaöflun.
  13. Jarðgangaáætlun Vestfjarða
    Sviðsstjóri lagið fram Jarðgangáætlun Vestfjarða til kynningar. Áætlunin hefur verið í vinnslu frá síðasta ári en Hreinn Haraldsson, fyrrverandi Vegamálastjóri var fengin til verksins í samvinnu við Samgöngunefnd Fjórðungssambandsins, verkefnið unnið með stuðningi Sóknaráætlunar Vestfjarða. Markmið með áætluninni er að greina stöðu samgöngukerfis á Vestfjörðum og hvar er talin brýnust þörf á gerð jarðaganga og þeim verkefnum forgangsraðað allt til ársins 2050.
    Stjórn lýsir ánægju með áætlunina og þakkar vinnu stækkaðar Samgöngunefndar og starfsmönnum Vestfjarðastofu.
  14. Lagt fram til kynningar
    i.      Fundargerð 117. stjórnarfundar Austurbrúar 12. febrúar 2021 - https://austurbru.is/wp-content/uploads/2021/04/1_Austurbru_117.pdf
    ii.      Fundargerð Aðalfundar SSV 24. mars 2021 - https://ssv.is/fundargerd/2021-ssv-adalfundur/
    iii.      Fundargerð 65. fundar stjórnar SSNV 6. apríl 2021 - http://www.ssnv.is/is/moya/news/category/2/fundargerd-65-fundar-stjornar-ssnv-6-april-2021
    iv.      Fundargerð – Stjórn SSNE 19. mars 2021 - https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-ssne/fundargerd-stjorn-ssne-25-fundur-19-mars-2021
    v.      568. stjórnarfundur SASS. 24. mars 2021 - https://www.sass.is/568-fundur-stjornar-sass/
    vi.      522. fundur stjórnar SSH 31. mars 2021- http://ssh.is/images/stories/fundargerdir_stjornar/2021_/Stjorn_SSH_522_fundur_2021_03_31.pdf 
  15. Umsagnir:
    1. Afgreiddar umsagnir
      i.      Umsögn um fjármálaáætlun.
      Lögð fram til staðfestingar umsögn Fjórðungssambands um þingsályktun um Fjármálaáætlun 2022-2026, en umsögn hafði áður verið samþykkt í tölvupósti til stjórnar. Umsögn staðfest.
  16. Umsagnarbeiðnir
    i.      frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi (tímabundnir gestaflutningar og vanræksluálag), 690. mál. Frestur til að skila umsögn 29. apríl.
    Lagt til að skila ekki umsögn. Tillaga samþykkt.
    ii.      tillögu til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál. Frestur til að skila umsögn 29. apríl.
    Sviðsstjóri kynnti drög að umsögn og samþykkt efni hennar.
    iii.      frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál. Frestur til að skila umsögn 29. apríl.  Lagt til að skila ekki umsögn en Samband íslenskra sveitarfélaga mun skila umsögn. Tillaga samþykkt.
    iv.      frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál
    Lagt til að skila ekki umsögn, en fjallað var um efni frumvarpsins í Samráðsgátt í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og tekið var tillit til sjónarmiða Fjórðungssambandsins. Tillaga samþykkt.
    v.      frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 702. mál. Lagt til að skoða málið nánar og taka afstöðu til þess í tölvupósti.

 Fleira ekki gert og fundi slitið 16.45.

Undirrituð fundargerð stjórnar