Fara í efni

Fundargerð 34. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

24.02.2021 14:00

Fundargerð 34. Stjórnarfundur Vestfjarðastofu haldinn í fjarfundi 24. febrúar 2021 í fjarfundi kl 14.00.

Mætt voru:  Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson, Þorsteinn Másson, Iða Marsibil Jónsdóttir, Kristján G. Jóakimsson, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Þórir Guðmundsson. Auk þeirra sat fundinn Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

Formaður setti fundinn og gengið til boðaðar dagskrá

  1. Fiskeldi á Vestfjörðum – framtíðarsýn
  2. Samningur um áfangastaðastofur
  3. Fjárframlög til Sóknaráætlunar Vestfjarða
  4. Raforkumál á Vestfjörðum
  5. Skýrsla framkvæmdastjóra
  6. Blámi – staða verkefnis
  7. 66 Fjórðungsþing að vori og Ársfundur Vestfjarðastofu
    I.            Endurskoðun samþykkta FV
    II.            Skipurit Vestfjarðastofu – endurskoðun
    III.            Ársreikningar FV og Vestfjarðastofu
  8. Lagt fram til kynningar  
    I.            Fundargerð 159. Fundar stjórnar SSV 29. janúar 2021 - https://ssv.is/wp-content/uploads/2021/02/159-fundur-stjornar-SSV-fundargerd.pdf 
    II.            Fundargerð 63. fundar stjórnar SSNV 2. febrúar 2021 - http://www.ssnv.is/is/moya/news/category/2/fundargerd-63-fundar-stjornar-ssnv-2-februar-2021
    III.            Fundargerð – Stjórn SSNE 27. janúar 2021 - https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-eythings/fundargerd-stjorn-ssne-21-fundur-27-januar-2021
    IV.            567. fundur stjórnar SASS 5. febrúar 2021 - https://www.sass.is/567-fundur-stjornar-sass/
    V.            766. stjórnarfundur SSS. 17. febrúar 2021 - https://sss.is/blog/fundir/766-stjornarfundur-sss-17-februar-2021/  
    VI.            520. fundur stjórnar SSH 18. Janúar 2021- http://ssh.is/images/stories/fundargerdir_stjornar/2021_/Stj%C3%B3rn_SSH_520_fundur_2021_02_15.pdf
    1. Umsagnir:
      I.            Afgreiddar umsagnir
      a. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.
      b. Umsögn frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.
      c. Samráðsgátt, mál 32/2021. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 og lögum nr. 75/2004 um stofnun Landsnets hf. Drög að reglugerð, aðgerðaráætlun og skýrsla. 
      d. Umsögn landshlutasamtaka sveitarfélaga um frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta-og byggðamála. Þingskjal 794 –471. mál.Stjórnarfrumvarp
      e. Umsögn þingsályktun um byggingu hátæknibrennslustöðvar mál 125
      f. Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn, grásleppu, sandkola og hryggleysingja) 419. mál, lagafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
      g. Heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, þingsályktun 121. mál.

 II.            Umsagnarbeiðnir.
a. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007, með síðari breytingum (þjóðferjuleiðir)., 137. mál.  Umsögn berist eigi síðar en 4. mars nk.á netfangið nefndasvid@althingi.is
b. Fjárlaganefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni, 538. mál.  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en  8. mars 2021 nk.
c. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um Fjarskiptastofu, 506. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en  9. mars nk  
d. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um póstþjónustu og Byggðastofnun (flutningur póstmála), 534. mál.  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en  9. mars nk.
e. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga (úrelt lög)., 508. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en  9. mars
f. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en  9. mars nk.

 Gengið til boðaðrar dagskrár

  1. Fiskeldi á Vestfjörðum – framtíðarsýn
    Formaður gaf framkvæmdastjóra orðið.
    Framkvæmdastjóri kynnti upphafleg markmið verkefnis um framtíðarsýn fiskeldis en markmiðum hefur verið breytt eftir því sem vinnu hefur undið fram. Til grundvallar væri   gerð viðhorfskönnunar á meðal fyrirtækja og íbúa og gerð nýrrar skýrslu um stöðu fiskeldis á Vestfjörðum. Skýrslan er unnin á grundvelli skýrslu sem KPMG vann fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga á árinu 2017 og vinnur KPMG einnig þessa skýrslu í verkstjórn Vestfjarðastofu. Til viðbótar koma sjónarmið starfsmanna og stjórnar Vestfjarðastofu.
    Formaður opnaði fyrir umræðu um efni vinnuskjals.
    Til máls tóku
    Þorsteinn Másson, Kristján Jóakimsson, Kristján Jón Guðmundsson og Hafdís Gunnarsdóttir.
    Framkvæmdastjóri þakkaði ábendingar sem komið hefðu fram og undirtektir stjórnar við vinnuskjalið og óskaði eftir heimild stjórnar kynna efni vinnuskjalsins á fundi með sveitarfélögum á Vestfjörðum, 25. febrúar n.k.  
    Formaður bar upp tillögu þess efnis. Tillagan samþykkt samhljóða.
  2. Samningur um áfangastaðastofur
    Framkvæmda kynnti efni minnisblað um stofnun Áfangastofu Vestfjarða með vísan til samþykktar á 32. fundi stjórnar Vestfjarðastofu. Einnig lögð fram drög að samstarfssamningi Fjórðungssambands Vestfirðinga og atvinnu og nýsköpunarráðuneyta Óskar framkvæmdastjóri heimildar stjórnar um að ljúka samningum um Áfangastofu Vestfjarða á grundvelli framlagðra gagna.
    Formaður bar upp tillögu þessa efnis. Tillagan samþykkt samhljóða.
  3. Fjárframlög til Sóknaráætlunar Vestfjarða
    Framkvæmdastjóri kynnti tölvupóst frá 18.01.2021 um að aukið verði við fjármagn til sóknaráætlana landshlutanna um 100 mkr og til Vestfjarða koma 12,5 mkr.
    Á grundvelli nýs fjármagns leggur framkvæmdastjóri fram tillögu að áhersluverkefni sem Vestfjarðastofa vinni að og byggi á verkefnum Vestfjarðarstofu,  Framtíðarsýn í fiskeldi og verkefni Fjórðungssambands Samgönguáætlun. Heiti hins nýja verkefnisins er Samfélagssáttmáli Vestfjarða.
    Tillagan borin upp
    Samþykkt samhljóða.
  4. Raforkumál á Vestfjörðum
    Formaður fór yfir efni umsagna Vestfjarðastofu/Fjórðungssambands Vestfirðinga er varða orkumál og hafa verið sendar til Alþingis og í Samráðsgátt stjórnvalda (sjá 9. lið). Formaður gerði að tillögu ályktun um orkumál á Vestfjörðum.
    Ályktun um orkumál.
    Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband Vestfirðinga hafa í umsögnum, um drög að breytingum á raforkulögum og þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, (Rammaáætlun 3), skorað á ríki og Alþingi að standa við þá mörkuðu stefnu sömu aðila, að orkumál á Vestfjörðum séu í forgangi, umfram aðra landshluta. 

    Landshlutinn hefur um áratuga skeið staðið mun lakar í orkumálum með neikvæðum áhrifum á þróun samfélags og atvinnulífs. Allar ákvarðanir ríkis og Alþingis verða því að vinna að því markmiði, að gera landshlutann samkeppnishæfan í afhendingu raforku og jafna aðstöðumun íbúa og fyrirtækja í orkukostnaði.  

    Stjórn Vestfjarðarstofu hafnar því tillögu um sameiningu dreifiveitna Orkubús Vestfjarða og Rarik, sem settar hafa verið fram í Samráðsgátt stjórnvalda (mál 32/2021) um breytingar á raforkulögum. Orkubú Vestfjarða er lykilaðili í framleiðslu og dreifingu orku á Vestfjörðum, samtímis sem fyrirtækið er stór atvinnurekandi í vestfirsku samhengi. Röskun á starfsemi Orkubúsins mun að mati Vestfjarðastofu, skaða stöðu samfélaga og atvinnulífs og ganga gegn markmiðum um að setja Vestfirði í forgang í orkumálum.

    Ein flutningslína, Vesturlína, tengir Vestfirði við raforkukerfi landsins. Að óbreyttu þá er afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum ekki tryggt, nema með orkuframleiðslu innan landshlutans sem annar núverandi orkuþörf og til framtíðar litið. Stjórn Vestfjarðastofu hvetur því Alþingi að samþykkja stefnu sem sett er fram í Rammaáætlun 3, sem felur í sér að Hvalárvirkjun og Austurgilsvirkjun eru í nýtingarflokki. Taki Alþingi þá ákvörðun að færa þá virkjanakosti í biðflokk eða verndarflokk, þá fellur um sjálft sig öll stefnumörkun um að setja Vestfirði í forgang í orkumálum.  Engir aðrir virkjanamöguleikar af sömu stærðargráðu eru innan seilingar og við það er ekki búið nema að þeirri ákvörðun verði svarað samtímis með tvöföldun Vesturlínu. 
    Ályktun borin upp og samþykkt samhljóða.
  5. Skýrsla framkvæmdastjóra
    Framkvæmdastjóri flutti munnlega skýrslu.
  6. Blámi – staða verkefnis
    Umræðu frestað til næsta fundar.
  7. 66. Fjórðungsþing að vori og Ársfundur Vestfjarðastofu
    Framkvæmdastjóri kynnti að í starfsáætlun Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga hefði dagsetning vorþings og ársfundar hefði sett 29. apríl n.k.. Rætt um staðsetningu og samþykkt að halda þingið og ársfund í Reykhólahreppi.
    a. Endurskoðun samþykkta FV
    Lagt fram minnisblað um endurskoðun samþykkta Fjórsambandsins samkvæmt ályktun 65. Fjórðungsþings Vestfirðinga þar sem efni máls er vísað til stjórnar. Tillaga um að skipa starfshóp úr stjórn Fjórðungssambandsins þ.e. Hafdís Gunnarsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir og með þeim ynni sviðstjóri Vestfjarðastofu. Tillagan samþykkt samhljóða.
    b. Skipurit Vestfjarðastofu – endurskoðun
    Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar minnisblað um endurskoðun skipurits og skipulagsskrá Vestfjarðastofu.
    c. Ársreikningar FV og Vestfjarðastofu
    Gengið hefur verið frá fylgiskjölum og þeim komið til endurskoðenda.
  8. Lagt fram til kynningar  
    a. Fundargerð 159. Fundar stjórnar SSV 29. janúar 2021 - https://ssv.is/wp-content/uploads/2021/02/159-fundur-stjornar-SSV-fundargerd.pdf
    b. Fundargerð 63. fundar stjórnar SSNV 2. febrúar 2021 - http://www.ssnv.is/is/moya/news/category/2/fundargerd-63-fundar-stjornar-ssnv-2-februar-2021
    c. Fundargerð – Stjórn SSNE 27. janúar 2021 - https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-eythings/fundargerd-stjorn-ssne-21-fundur-27-januar-2021
    d. 567. fundur stjórnar SASS 5. febrúar 2021 - https://www.sass.is/567-fundur-stjornar-sass/
    e. 766. stjórnarfundur SSS. 17. febrúar 2021 - https://sss.is/blog/fundir/766-stjornarfundur-sss-17-februar-2021/
    f. 520. fundur stjórnar SSH 18. Janúar 2021- http://ssh.is/images/stories/fundargerdir_stjornar/2021_/Stj%C3%B3rn_SSH_520_fundur_2021_02_15.pdf
  9. Umsagnir:
    Afgreiddar umsagnir
    Lagðar fram umsagnir um mál frá Alþingi. Umsagnir hafa áður verið lagðar til umfjöllunar í tölvupósti og á svæði stjórnar.  
    a. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða370. mál.  Lagt fram til staðfestingar, umsögn samþykkt.
    b. Umsögn frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál. Lagt fram til staðfestingar, umsögn samþykkt
    c. Samráðsgátt, mál 32/2021. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 og lögum nr. 75/2004 um stofnun Landsnets hf. Drög að reglugerð, aðgerðaráætlun og skýrsla. 
    Lagt fram til staðfestingar, umsögn samþykkt
    d. Umsögn landshlutasamtaka sveitarfélaga um frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta-og byggðamála. Þingskjal 794 –471. mál. Stjórnarfrumvarp
    Lagt fram til staðfestingar, umsögn samþykkt
    e. Umsögn þingsályktun um byggingu hátæknibrennslustöðvar mál 125
    Lagt fram til staðfestingar, umsögn samþykkt
    f. Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn, grásleppu, sandkola og hryggleysingja) 419. mál, lagafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Lagt fram til staðfestingar, umsögn samþykkt.
    g. Heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld 121. mál. Lagt fram til staðfestingar. Lagt fram til staðfestingar, umsögn samþykkt.

    II Umsagnarbeiðnir.
    a. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007, með síðari breytingum (þjóðferjuleiðir). 137. mál.  Umsögn berist eigi síðar en 4. mars nk.
    Samþykkt að senda inn umsögn.
    b.  Fjárlaganefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni, 538. mál.  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en  8. mars 2021 nk.
    Sviðsstjóra falið að skoða efni máls og afstaða til umsagnar tekin í framhaldi af því.
    c. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um Fjarskiptastofu, 506. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en  9. mars nk 
    Samþykkt að skila ekki umsögn.
    d. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um póstþjónustu og Byggðastofnun (flutningur póstmála), 534. mál.  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en  9. mars nk
    Samþykkt að skila ekki umsögn.
    e. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga (úrelt lög)., 508. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en  9. mars
    Samþykkt að skila ekki umsögn
    f. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en  9. mars nk.
    Sviðsstjóra falið að kalla eftir afstöðu sveitarfélaga og afstaða til umsagnar tekin í framhaldi af því.

Næsti fundur stjórnar er boðaður 24. mars og fram kom tillaga um að fundurinn verði staðfundur og hugsanlega finna nýja dagsetningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið 15.40.