Fara í efni

Fundargerð 26. stjórnarfundar Vestfjarðastofu

07.05.2020 14:00

Fundargerð 26. stjórnarfundar Vestfjarðastofu haldin í fjarfundi fimmtudaginn 7. maí 2020, kl 14.00

Mætt voru: Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson, Kristján G. Jóakimsson, Sigurður Hreinsson og Víkingur Gunnarsson.  Auk þess sátu fundinn Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Óskarsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir;  

 1. Fundargerð 25. stjórnarfundar  
 2. Skýrsla framkvæmdastjóra - verður flutt munnlega á fundinum. 
 3. Ársreikningar 2019 - til afgreiðslu 
  1. Fjórðungssamband Vestfirðinga 
  2. Vestfjarðastofa 
 4. Átaksverkefni vegna Covid 19 
 5. Önnur mál 
  1. Raforkumál á Vestfjörðum 
  2. Nýjir aðilar að Vestfjarðastofu 
  3. Ársfundur Vestfjarðastofu og FV 
  4. Strandbúnaður  
  5. Umsagnir til Alþingis 
  6. Fundargerðir annarra landshlutasamtaka, stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál og  Sambands sveitarfélaga  

Formaður setti fundinn og gengið til dagskrár; 

1. Fundargerð 25. stjórnarfundar  
Lögð fram fundargerð 25. stjórnarfundar Vestfjarðastofu frá 25. apríl s.l., til staðfestingar. Fundargerð hafði áður kynnt á svæði stjórnar. Fundargerð borin upp og samþykkt.  

2. Skýrsla framkvæmdastjóra 
Framkvæmdastjóri flutti munnlega skýrslu framkvæmdastjóra. 

3. Ársreikningar 2019 - til afgreiðslu 

a) Fjórðungssamband Vestfirðinga: Formaður gaf Aðalsteini Óskarssyni orðið sem framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga. Lagður fram ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir árið 2019, með skýrslu stjórnar, áritun endurskoðanda, rekstarreikningi, efnahagsreikningi, sjóðstreymi og skýringinum. Framkvæmdastjóri fór yfir efni ársreiknings, engar fyrirspurnir komu fram og bar formaður ársreikning til samþykkis. Tillagan samþykkt samhljóða með nafnakalli. 

b) Vestfjarðastofa: Formaður gaf Sigríði Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra orðið. Lagður fram ársreikningur Vestfjarðastofa fyrir árið 2019, með skýrslu stjórnar, áritun endurskoðanda, rekstarreikningi, efnahagsreikningi, sjóðstreymi og skýringinum. Framkvæmdastjóri fór yfir efni ársreiknings, engar fyrirspurnir komu fram og bar formaður ársreikning til samþykkis. Tillagan samþykkt samhljóða með nafnakalli. 

4. Átaksverkefni vegna Covid 19 
Með vísan til samþykktar 25. stjórnarfundar var auglýst eftir tillögum að átaksverkefnum með skilafresti til 3. maí s.l. en alls 45 mkr eru til úthlutunar.  Alls var skilað inn 62 tillögum að verkefnum sem meta að umfangi allt að 380 mkr. Framkvæmdastjóri kynnti úrvinnslu tillagnanna  
Þau sjónarmið sem lágu til grundvallar voru eftirfarandi með vísan til stefnumörkunar Sóknaráætlunar Vestfjarða 2020-2024:
- Verkefni gætu haft atvinnuskapandi áhrif hratt en samt einnig með áherslu á störf til framtíðar 
- Verkefni gætu vakið athygli á Vestfjörðum sem valkosti fyrir ferðalög sumarsins fyrir íslendinga og þannig komið til móts við ferðaþjónustu  
- Verkefni hefðu nýsköpunargildi fyrir Vestfirði  
- Áhersla var á að verkefnin nýttust sem mest fyrir allt svæðið og hefðu sem víðasta skírskotun 

 Rætt um efni tillögu og framkvæmdastjóra falið að koma með tillögu á grundvelli umræðu stjórnar og ný tillaga yrði afgreidd í tölvupósti eigi síðar en 11. maí n.k.. 

5. Önnur mál 

a) Raforkumál á Vestfjörðum 
Formaður kynnti að fram væri komin tilkynning um að dregið yrði úr starfsemi Vesturverks nú í sumar en fyrirtækið hefur í undirbúningi verkefni um virkjun Hvalár, Skúfnavatna og við vestanvert Ísafjarðardjúp. Stjórn lýsir áhyggjum af stöðu raforkuframleiðslu og flutningsmálum raforku á Vestfjörðum, og felur framkvæmdastjóra og sviðsstjóra að afla nánari upplýsinga og skila greinargerð fyrir stjórnarfund þann 19. Maí n.k..  

b) Nýjir aðilar að Vestfjarðastofu
Framkvæmdastjóri kynnti fram væri komin beiðni um aðild að stofnunni. Ársfundur tekur afstöðu til nýrra aðila. Framkvæmdastjóri benti hinsvegar á að fram væru komnar ábendingar m.a. í áliti endurskoðanda við ársreikning 2019, að bein eignaraðild einkaaðila á stofnuninni  hefðu neikvæð áhrif á rekstur hennar. Skoða yrði hvort tryggja megi aðild einkaaðila  að stjórnun stofnunarinnar með öðrum hætti. Óskaði framkvæmdastjóri eftir heimild til að vísa þessu máli til starfsháttarnefndar skoðunar. Tillagan samþykkt. 

c) Ársfundur Vestfjarðastofu og FV 
Gert er að tillögu að árfundur Vestfjarðastofu og 65. Fjórðungsþing Vestfirðinga verði haldið þann 27. maí n.k. í fjarfundi.   

Með vísan heimsfaralds kórónuveiru og takmarkana sóttvarnalæknis um samkomur af þeim ástæðum, væru enn erfiðleikar með boðun stærri funda. Eins er af sömu ástæðu komin bráðbrigðaheimild í lögum að sveitarfélögum geti haldið fjarfundi þar sem teknar eru ákvarðanir um málefni þeirra.  

Stjórn fellst tillögu um dagsetningu, en bendir á að kannað verði hvort aðlidarsveitarfélög  Fjórðungssambands Vestfirðinga geri athugasemd við boðuninna, þar sem boðun Fjórðungsþings er viku skemmri en samþykktir sambandsins segja til um.   

d) Strandbúnaður  
Fram hefur komið beiðni frá stjórn Strandbúnaðar til Vestfjarðastofu, um að taka að sér verkefnastjórn á ráðstefnunni „Strandbúnaður“ sem félagið hefur haldið árlega. Ráðstefnuna átti að halda í mars s.l. en var frestað vegna samkomubanns sóttvarnalæknis en nú er stefnt er að halda ráðstefnuna í október n.k.. 

Rætt um efni máls. Fram kom það mat stjórnar að hafna þessari beiðni, með vísan til forgangsröðunar verkefna enda sé nú unnið að mörgum umfangsmiklum verkefnum sem standa nær stefnumörkun Vestfjarðastofu og eigenda hennar, en tilgreind beiðni.  

e) Umsagnir til Alþingis 

i) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011, með síðari breytingum (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara. Mál 734, 150 löggjafarþing. Stjórn felur sviðsstjóra byggðþróunar að leggja drög að umsögn og leggja fyrir stjórnarfund þann 19. maí n.k.. 

ii) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, nr. 75/2011  (markmið og hlutverk). Mál 712, 150. löggjafarþing. Stjórn felur sviðsstjóra að umsögn og leggja fyrir stjórnarfund þann 19. maí n.k..  

 Fleira ekki gert og fundi slitið kl 16.15.