Fara í efni

Fundargerð 23. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

04.02.2020 14:00

Fundargerð 23. stjórnarfundar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga 4. febrúar 2020 

Fundur haldinn í stjórn Vestfjarðastofu haldinn þriðjudaginn 4. febrúar 2020 kl 14.00.  Mætt voru á Ísafirði Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson, Kristján G Jóakimsson og Sigurður Hreinsson. Í fjarfundi voru Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Lilja Magnúsdóttir og Víkingur Gunnarsson. Auk þess sátu fundinn Sigríður Ó Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir: 

 1. Fundargerð 22. stjórnarfundar, 3. desember 2019  
 2. Starfsáætlun stjórnar fyrir árið 2020
 3. Greinargerð til átakshóps ráðuneyta um innviðamál
 4. Skýrsla framkvæmdastjóra 
 5. Sóknaráætlun Vestfjarða - Áhersluverkefni 2020-2022 
 6. Brothættar byggðir í Strandabyggð
 7. Fundargerðir landshlutasamtaka
 8. Umsagnir til kynningar
 9. Önnur mál
  1. Landsþing sveitarfélaga 
  2. Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar

1. Fundargerð 22. stjórnarfundar, 3. desember 2019  
Lögð fram fundargerð 22. stjórnarfundar til staðfestingar. Fundargerð áður kynnt í tölvupósti. Fundargerð borinn upp og samþykkt. 

2. Starfsáætlun stjórnar fyrir árið 2020 
Lögð fram til umræðu tillaga framkvæmdastjóra  um dagsetningar og staðsetningar stjórnarfunda á árinu 2020.  Rætt um efni tillögunnar og framkvæmdastjóra falið að gera breytingar á tillögunni í samræmi við umræðu á fundinum. 

3. Greinargerð til átakshóps ráðuneyta um innviðamál 
Lögð fram til kynningar drög að greinargerð Vestfjarðastofu um áhrif óveðurs á Vestfjörðum í desember s.l. (Aðventustormur). Greinargerðin var unnin að beiðni átakshóps fimm ráðuneyta sem skipaður var áfundi ríkisstjórnar þann 13. desember 2019. Hlutverk átakshópsins er að koma með tillögur um eflingu innviða í flutnings-og dreifikerfi raforku, fjarskiptum, samgöngum og byggðamálum til skemmri og lengri tíma.  Greinargerðin var unnin á grundvelli upplýsinga frá sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum.  

Hluti átakshópsins átti fund um efni greinargerðarinnar með Vestfjarðastofu þann 27. janúar s.l. á Ísafirði. Eins átti átakshópurinn fund með fulltrúum sveitarfélaga á Vestfjörðum og stjórn Vestfjarðastofu. Átakshópurinn kynnti sér jafnframt afleiðingar snjóflóða á Flateyri 14. Janúar s.l.  

4. Skýrsla framkvæmdastjóra   
Munnleg skýrsla framkvæmdastjóra 

Sóknaráætlun Vestfjarða -  Áhersluverkefni 2020 - 2022 
Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað varðandi áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vestfjarða.  Í minnisblaðinu er lýst ferlum varðandi val á áhersluverkefnum og gerð tillaga um verkefni fyrir árin 2020-2022. Vestfjarðastofa yrði framkvæmdaaðili en einnig í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki. Tillagan er sem hér segir;  

5. Áhersluverkefni 2020-2022 

  2020 2021 2022
Stafræn tækni 6.000.000 6.000.000 6.000.000
Sýnilegri Vestfirðir 7.500.000 7.500.000 7.500.000
Nýsköpunar- og samfélagsmiðst 10.000.000 10.000.000 10.000.000
Samgöngu- og jarðgangnaáætlun 5.000.000    
Visit Westfjords 5.500.000 5.500.000 5.500.000
Hringvegur 2 6.000.000 6.000.000 6.000.000
Samtals 40.000.000 35.000.000 35.000.000

Rætt um efni tillagna. Fram kom að í upphafi hvers árs verður verkefna- og rekstraráætlun endurskoðuð og áætlunin lögð fyrir stjórn Vestfjarðastofu. Tillagan borin upp og samþykkt.  

6. Brothættar byggðir í Strandabyggð 
Framkvæmdastjóri kynnti að stjórn Byggðastofnunar hefði samþykkt Strandabyggð inn í verkefnið Brothættar byggðir. Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað um aðild Vestfjarðastofu að verkefninu m.a. með samningi um ráðningu nýs verkefnastjóra í starfsstöð á Hólmavík og um fjármögnun stöðugildisins. Óskað er heimild stjórnar að semja við Byggðastofnun á grundvelli minnisblaðs og leggja síðan samning fyrir stjórn.  Tillagan borinn upp og samþykkt. 

7. Fundargerðir landshlutasamtaka og fleiri
Lagðar fram til kynningar fundargerðir SSS, SSV, SSNV, Eyþings, Austurbrú/SSA og SASS auk Stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál og Sambands íslenskra sveitarfélaga. 

Kristján G, Hólmfríður Vala, Ágústa Ýr og Víkingur véku af fundi.  

Málefni FV:
8. Umsagnir til kynningar:  
Umsögn um þingsályktun til samgönguáætlun 2020-2024 og þingsályktun til samgönguáætlun 2020-2034.  Lögð fram umsögn FV dags 10. Janúar 2020 til umhverfis og samgöngunefndar Alþingis og samþykkt af stækkaðri samgöngunefnd FV. FV er boðað til fundar með umhverfis og samgöngunefnd þann 5. febrúar n.k. til að ræða efni umsagnarinnar, fundinn sækja formaður FV og formaður samgöngunefndar FV ásamt sviðsstjóra byggðþróunar.  Sviðstjóri fór yfir efni umsagnarinnar.  

9. Önnur mál 
a) Landsþing sveitarfélaga 
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. Janúar s.l. með boðun 35. Landsþings sveitarfélaga fimmtudaginn 26. Mars n.k.. Samþykkt að formaður og framkvæmdastjóri sæki þingið.   

b) Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar  
Formaður kynnti efni bókunar er varðar fjármögnun og framkvæmd vetrarþjónustu Vegagerðinnar  

Hafdís Gunnarsdóttir, formaður  
Kristján G Jóakimsson 
Kristján Jón Guðmundsson 
Sigurður Hreinsson  
Ágústa Ýr Sveinsdóttir 
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir 
Jóhanna Ösp Einarsdóttir 
Lilja Magnúsdóttir
Víkingur Gunnarsson