Fara í efni

Fundargerð 14. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

11.03.2019 13:30

Fundargerð 14. stjórnarfundar Vestfjarðastofu haldinn á skrifstofu Vestfjarðastofu, Árnagötu 2-4, Ísafirði 11. mars 2019 kl 13.30.  

Mætt voru á skrifstofu:  Hafdís Gunnarsdóttir formaður, Kristján Jón Guðmundsson, Kristján G Jóakimsson, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Sigurður Hreinsson og Shiran Þórisson.  

Í fjarfundi voru: Iða Marsibil Jónsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ágústa Ýr Sveinsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri, Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnuþróunar og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri byggðaþróunar sem einnig ritaði fundargerð.

Formaður setti fundinn og kynnti að Víkingur Gunnarsson hefði tilkynnt forföll og í hans stað sæti fundinn Shiran Þórisson.

Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir;

 1. Fundargerð 13. stjórnarfundar frá 4. Febrúar 2019
 2. Fundargerð samgöngu og fjarskiptanefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga 22. febrúar 2019.
 3. Umsögn um þingsályktun um staðarval á flugvelli á Vestfjörðum
 4. Umsögn um skýrslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis - Ferðumst saman – drög að stefnu í almenningssamgöngum
 5. NVB - Almenningssamgöngur
 6. Nýir málaflokkar í Sóknaráætlun - til umræðu
 7. Kjarasamningsumboð
 8. Starfsmannamál
 9. C1 umsókn - Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða
 10. Endurskoðun Sóknaráætlunar - Tilboð frá Capacent
 11. Önnur mál

Í framhaldi stjórnarfundar heldur stjórn VFS fjarfund með Ferðamálastjóra og framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála

Gengið til dagskrár;

 1. Fundargerð 13. stjórnarfundar frá 4. febrúar 2019
  Fundargerð 13. stjórnarfundar frá 4. febrúar 2019 lögð fram til staðfestingar. Fundargerðin hafði áður verið kynnt í tölvupósti. Fundargerð borinn upp og staðfest.
 2. Fundargerð samgöngu og fjarskiptanefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga 22. febrúar 2019.
  Fundargerð lögð fram til umræðu og eins vísast til dagskrárliða 3, 4 og 5 á fundinum.
 3. Umsögn um þingsályktun um staðarval á flugvelli á Vestfjörðum
  Lögð fram til staðfestingar umsögn FV til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, um þingsályktun hluta þingmanna NV kjördæmis um Staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll á Vestfjörðum, mál 152/149. Umsögnin var unnin á grundvelli umræðu af fundi samgöngunefndar 22. febrúar 2019. Umsögnin staðfest.
 4. Umsögn um skýrslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis - Ferðumst saman – drög að stefnu í almenningssamgöngum
  Lögð fram til staðfestingar umsögn FV inn á Samráðsgátt um skýrslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis Ferðumst saman – drög að stefnu í almenningssamgöngum. Skýrslan skiptist í tvo hluta, umfjöllun og samanburður almenningssamgöngukerfis á Íslandi við Norðurlönd og síðan um stefnumótun og aðgerðir. Í umsöginni er lögð áhersla á að uppbyggingu heildarkerfis að taka verði tillit til sérstöðu Vestfjarða í almenningssamgöngum. Landshlutinn er dreifbýlt svæði, er með eina tengingu við hringveg 1 og flug er meginstoð kerfisins í tengingu við aðra landshluta. Lýst er stuðningi við mótmæli sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og Suðurlandi varðandi tillögu um að leggja af ríkisstuðning við áætlunarflug á Vopnafjörð og Höfn. Umsögnin staðfest.
 5. NVB - Almenningssamgöngur
  Boðað er til aðalfundar NVB ehf á Hólmavík þann 15. mars n.k.. Fyrir fundinum liggur afgreiðsla ársreiknings NVB ehf fyrir árið 2018 og tillaga um skiptinu rekstartaps á eigendur félagsins.
  Lagður fram ársreikningur NVB ehf fyrir árið 2018; tekjur nema 338,8 mkr, rekstargjöld 349,1 mkr, fjármagnsgjöld 1,1 mkr. Rekstartap nemur 11,4 mkr. Eignir nema 19,7 mkr, skuldir 35,6 mkr, eigið fé neikvætt 15,9 mkr. Rætt um stöðu félagsins og rekstartap ársins 2018. Til máls tóku Shiran, Hafdís, Sigurður og Kristján G.
  Formaður gerði tillögu: Stjórn VFS leggur áherslu á að tap félagsins verði bætt að hálfu Vegagerðar og á grundvelli draga að samkomulagi sem þar liggur fyrir um á milli Vegagerðar og landshlutasamtaka. Stjórn samþykkir ársreikning NVB ehf fyrir árið 2018.  
  Tillagan samþykkt.
  Sviðsstjóri byggðaþróunar kynnti tillögu að samkomulagi um skiptingu taps NVB ehf vegna ársins 2018. Rekstartap nemur 11,4 mkr og er tillaga um að skipta tapinu í eftirfarandi hlutföllum, 25 % FV, 25 % SSNV og 50 % SSV. Eins kynnti sviðsstjóri drög samkomulags við Vegagerðar um jöfnun taps NVB ehf vegna ársins 2018.
  Formaður gerði tillögu; Stjórn samþykkir að veita heimild til Aðalsteins Óskarssonar, sviðstjóra til að sitja aðalfund NVB ehf og fara með málefni félagsins þar með talið samþykki tillögu um jöfnun taps fyrir rekstrarárið 2018.
  Tillagan samþykkt.
 6. Nýir málaflokkar í Sóknaráætlun - til umræðu
  Mál tekið að nýju til umræðu frá 13. stjórnarfundi um samþættingu áætlana og nýja málaflokka sóknaráætlunar, með vísan til ráðstefnu Byggðastofnunar „Samtal um stefnur ríkisins“ 22. og 23. jan s.l.. Framkvæmdastjóra falið að taka saman minnisblað í ljósi umræðu af fundinum.
 7. Kjarasamningsumboð
  Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu um að Vestfjarðastofa ses feli Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til að fara með kjarasamninga VFS við stéttarfélög. Sambærilegt fyrirkomulag var hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.
  Tillagan samþykkt.
 8. Starfsmannamál
  Framkvæmdastjóri kynnti að hún hefði fallist á beiðni, Silju Baldvinsdóttur að láta af störfum hjá VFS frá og með deginum í dag, vegna nýs starfs sem hún hefði ráðið sig til. Stjórn þakkar Silju fyrir störf sín hjá VFS og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
  Framkvæmdastjóra falið að auglýsa tvö störf, annað á Patreksfirði og hitt, tímabundið starf á Ísafirði. Einnig samþykkt að núverandi starfsmaður á Patreksfirði verði fastráðinn.
  Til máls tóku, Hafdís, Shiran, Kristján G, Iða.
  Tillagan samþykkt.
 9. C1 umsókn - Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða
  Framkvæmdastjóri kynnti að auglýst hafi verið að nýju umsóknir í C1 verkefni innan Byggðaáætlunar. Framkvæmdastjóri kynnti drög að tveim verkefnaumsóknum og óskaði eftir umræðu um efni þeirra og kostnaðarramma.
  • Samfélags og innviðagreiningar Vestfjarða
  • Strandakjarni

  Til máls tóku Shiran, Ingibjörg, Hafdís, Kristján Jón, Kristján .Formaður gerði tillögu. Samþykkt að tilgreind verkefni verði lögð til grundvallar í umsókn um C1, framkvæmdastjóra falið að útfæra þau ljósi umræðu af fundinum.  
  Tillagan samþykkt. 

 10. Endurskoðun Sóknaráætlunar - Tilboð frá Capacent
  Mál tekið upp að nýju frá 13. stjórnarfundi. Framkvæmdastjóri kynnti viðræður við Capacent og gerði að tillögu að hafna tilboði Capacent eins og það er lagt fram.
  Tillagan samþykkt.
  Framkvæmdastjóri gerði tillögu um að henni verið falið að setja fram verkefni um endurskoðun Sóknaráætlunar undir stjórn VFS en kalla til sérfræðinga í einstaka verkþætti.
  Tillagan samþykkt.
 11. Önnur mál
  Rætt um undirbúning fundar nú síðar í dag með Ferðamálastjóra og framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála.

Fundarhlé kl 14.50

Fundur settur að nýju kl 15.00

Mætt til fundar í fjarfundi Skarphéðinn Berg Steinarsson, Ferðamálastjóri, Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, Guðný Hrafnkelsdóttir, Ferðmálastofu.

Óskar og Skarphéðinn Berg kynntu hugmynd að breytingu á stoðkerfi ferðaþjónustunnar um landið, í framhaldi af niðurstöðu af vinnu með Áfangastaðaáætlananna undir merki svokallaðra Áfangastaðastofu.  Vísast til kynningarglæra.

Til máls tóku, Hafdís, Shiran, Kristján Jón, Sigríður.

Fram kom það mat að hálfu stjórnar Vestfjarðastofu að VFS kæmi inn öll þau svið og skilyrði er varðaði verkefnið Áfangastofa.  Að hálfu Ferðamálstofu var því svarað að það væri einnig þeirra mat. Niðurstaða var að halda samtalinu áfram um verkefnið með í huga að Vestfjarðastofa verði í hlutverki Áfangastofu.

Skarphéðinn, Óskar og Guðný viku af fundi kl 15.30.

Stjórn felur starfsmönnum Vestfjarðastofu í samstarfi við önnur landshlutasamtök / markaðsstofur að senda erindi til Ferðamálstofu og Stjórnstöðvar ferðamála að draga fram áherslur varðandi hugsanlegar áfangastofur.

Ekki komu fram önnur mál og formaður sleit fundi kl 15.35