Fara í efni

Fundargerð 9. júlí 2014

09.07.2014 00:00

Símafundur Framkvæmdarráðs umhverfisvottunar 9. Júlí 2014

Mættir á fund voru Indriði Indriðasson Tálknafjarðarhreppi, Jenný Jensdóttir Kaldrananeshreppi, Lína Björg Tryggvadóttir FV, Pétur G. Markan Súðavíkurhreppi, Sandra Rún Björnsdóttir Reykhólahreppi.

 1. Heimasíða verkefnisins-

Verkefnastjóri lagði fram spurningu um hvort að gera eigi heimasíðu verkefnissins sýnilegri en hún er. Í dag er hún á slóðinni  http://vestfirdir.is/umhverfisvottun/ og er ekki mikill möguleiki á að hafa þá síðu lifandi eins og verkefnið kannski þarfnast. Framkvæmdarráð þarf að taka ákvörðun um hvort að þessi síða eigi að vera sýnilegri en hún er í dag. Til þess að það yrði þá þarf að kanna hve mikið kostar að fá nýtt url og hve mikið kostar að vinna síðuna upp þannig að hún verði skemmtileg og möguleiki á að hún verði lifandi. Ástæða nýrrar síðu væri auglýsingargildi. Sveitafélögin eru að leggja pening í umhverfisvottunar verkefnið og ástæða þess er að sveitafélögin sýni frumkvæði í  sjálfbærri hugsun og einnig að styrkja þau fyrirtæki sem starfa á matvæla og ferðamarkaði í sveitafélögunum með því að fá starfsemina umhverfisvottaða.

Til þess að þetta komi fram þurfa sveitafélögin að flagga meira því sem verið er að gera og er ein leið til þess að hafa heimasíðu verkefnissins þar sem hægt er að fylgjast með framgangi þess og einnig setja framkvæmdir og tengd verkefni inn á til síðuna.

Verkefnastjóri mun kanna hve mikill start kostnaður er við gerð nýrrar heimasíðu og skoða hver kostaðurinn verður á ári vegna þess. Framkvæmdarráð hefur svo lokasvar um hvort fara eigi þá leið eða ekki.

 2.  Verkefni grunnskólanna  

Verkefnastjóri lagði fram hugmynd að verkefni, þar sem hugmyndin er að grunnskólarnir myndu taka verkefnið inn í einhverri mynd. Verkefnið yrði t.d ein vika sem færu inn í t.d  lífsleikni eða eitthvað sem við . Börnin myndu fylgjast með og skoða „hvað verður um sorpið okkar“. T.d búa til myndband eða taka myndir. Skrifa ritgerð hvað getur orðið úr plasti og pappír (sorpi) Hvað er slæmt við að plast eða annað mengað efni fari í sjóinn eða/og í jörðina.  Börnin myndu svo kynna sín verkefni.  Myndböndin eða myndir og sögum væri svo hægt að miðla á vefi verkefnisins, hvert verkefni fengi vissan tíma inni á vefnum og þannig væri þetta sýnilegt fyrir alla.  Verkefnið myndi fara inn í framkvæmdaráætlun sem almenn vakning á flokkun og mikilvægi þess.

 3. Plastpokalausir Vestfirðir –

Verkefnastjóri lagði fram tillögu um að sveitafélögin á Vestfjörðum settu á framkvæmdaráætlun til 5 ára að Vestfirðir yrðu plastpoka lausir innan 5 ára.

Verkefnið yrði á höndum sveitafélagana en verkefnastjóri myndi stýra því. Verslanir á svæðunum yrðu fengnar með í framkvæmdina ásamt að leitað eftir fjárstuðningi, t.d til Umhverfisráðuneytis og fyrirtækja á svæðinu.  – Verkefnastjóri lagði fram hugmynd að því að hvert og eitt heimili fengi sendan gefins taupoka sem væri samanbrjótanlegur. Pokinn væri merktur Plastpoka lausir Vestfirðir-    Indriði lagði einnig fram hugmynd að taupokar yrðu tiltækir í veslunum fyrir fólk að taka eftir þörf og myndu þeir svo skila þeim í næstu verslun. 

Framkvæmdarráð þarf að skoða þessa hugmynd og meta hvort að hún eigi að fara á framkvæmdaráætlun næstu 5 ára og ef hún fer í það ferli yrði hugmyndin útfærð í framhaldinu.

 4.       Almennar umræður-

Bent var á að halda þyrfti verkefninu raunhæfu og ekki fara út í öfgar með það. Ekki eigi að þurfa að finna upp hjólið heldur nýta þá kunnáttu sem komin er hjá sveitafélögunum á Snæfellsnesi. Verkefnastjóri lét vita að fyrirspurn er til verkefnastjóra á Snæfellsnesi um það hvernig sveitafélögin eru að vinna að því að halda grænt bókhald yfir árið og mun hann láta alla í Framkvæmdarráði vita er svar kemur varðandi það.

 Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:40