Fara í efni

Fundargerð 6. mars 2018

06.03.2018 00:00

Fundur Framkvæmdarráðs 6.03. 2018 Haldinn á Hólmavík.

Mættir fundarmenn Davíð Gunnarsson Patreksfirði,  Jenný Jensdóttir Kaldrananeshreppi, Jón Páll Hreinsson Bolungarvíkurkaupstað, Nanný Arna Guðmundsdóttir Ísafjarðarkaupstað, Pétur G. Markan Súðarvíkurhreppi og  Lína Björg Tryggvadóttir verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð.

1. Framkvæmdaráætlun 2014-2020 – Fjallað um menningarminjar og viðkvæm ferðamannasvæði. Í úttekt var gerð athugasemd varðandi þessi atriði og þarf                                  Framkvæmdarráð að komast að  niðurstöðu hvernig er hægt að ná þeim þáttum inn. Framkvæmdarráð lagði til að sagt yrði  frá því að sveitarfélögin starfi undir                        almennum lögum um menningarminjar. Einnig skulu sveitarfélög leggja áherslu á það að setja kafla um verndun menningarminja inn í Aðalskipulag sveitarfélaga þegar          kominn er tími á að taka þau upp og endurgera. Verkefnastjóra falið að finna fleiri verkefni sem geta komin inn í Framkvæmdaáætlunina varðandi þetta málefni. 

    Viðkvæm ferðamannasvæði – Framkvæmdarráð lagði til að sagt væri frá því í Framkvæmdaáætlun að sveitarfélögin eru aðilar að ferðamálasamtökum sem stýra aðgangi         ferðamanna. Sveitarfélögin vinna að DMP verkefnum og verkefnum sem eru unnin í tengslum við Framkvæmdarsjóði Ferðamálastaða. Verkefnastjóra falið að vinna                 málið  áfram í Framkvæmdaáætlun.

      Skemmtiferðaskip- fjallað um skemmtiferðaskip og umræða um hvaða þætti væri hægt að setja inn í Framkvæmdaráætlun varðandi þau. Verkefnastjóra falið að vinna            áfram samkvæmt umræðum er skapaðist um þetta málefni.

 2. Tillaga lögð fram um breytingu á Framkvæmdarráði:

    Framkvæmdarstjórar sveitarfélagana skulu sitja í Framkvæmdarráði Umhverfisvottunar. Ekki skulu vera sér fundir Framkvæmdarráðs en verkefnastjóri skal nýta annan          vettvang til að kynna verkefnið a.m.k þrisvar á ári og vera þá með kynningu á verkefninu og koma með skjöl sem þarf að undirrita.  Á þessum kynningum skal einnig                kynna Framkvæmdaráætlun og Áhættumat.  Tillaga samþykkt og verkefnastjóra falið að vinna málið áfram.

 3. Fjallað um hvert hlutverk Græns teymis á að vera.  Tillaga Framkvæmdarráðs: Teymið skal aðstoðar verkefnastjóra við Framkvæmdaráætlun, halda úti þeim Facebook             síðum sem eru til varðandi verkefni og önnur verkefni og hugmyndavinnu sem snýr að Umhverfisvottuninni. Framkvæmdarráð samþykkir tillöguna og mun                               verkefnastjóri  vinna málið áfram.

 4. Skilgreining á verkefninu Umhverfisvottaðir Vestfirðir – Sveitarfélögin ákváðu að vinna að verkefninu og hafa sýnt það í verki að þau eru sammála um að það skipti máli          fyrir svæðið. Sveitarfélögin hafa einsett sér að huga til framtíðar og sýna það í verki með því að hafa verkefnastjóra í verkefninu og hafa þannig sett fordæmi fyrir                      fyrirtæki á svæðinu með sjálfbærri hugsun að leiðarljósi.   Með upptöku hliðarverkefnisins „Græn skref í sveitarfélaginu mínu „ hafa sveitarfélögin gengið enn lengra að          festa umhverfissjónarmið inn í starfsemi sína og stofnana þeirra.  Framkvæmdarráð er sammála því að verkefnið sé til framtíðar og skipti sköpum í allri umræðu tengdri       uppbyggingu matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu á svæðinu.

 5. Áhættumat lag fyrir og farið ítarlega yfirskjalið – Verkefnastjóra falið að laga þá punkta sem fram komu.

6. Stefna sveitarfélaganna – Bæta inn í stefnu að hvetja  Ferðaþjónustufyrirtæki og fyrirtæki í matvælaframleiðslu til að fá starfsemin sína vottaða.  Verkefnastjóra falið að           breyta því sem fjallað var um og senda til samþykktar til sveitarfélaganna.

7. Græn skref sveitarfélaganna – farið yfir stöðu verkefnisins. Rætt um kynningarferð  og úttekt.

8. Laga og reglugerðarskrá – Kynnt

9. Önnur mál –
a)       Rafhleðslustöðvar- Er einhver samvinna sveitarfélaganna varðandi þau mál? Ekki verið formleg umræða innan Vestfjarðarstofu. Framkvæmdarráð leggur til að                          skoðaður sé  grundvöllur til að huga að þessu máli í gegnum Umhverfisvottaða Vestfirði.

b)      Plastpokalausir Vestfirðir –Framkvæmdarráð leggur til að biðlað sér til skóla sveitarfélaganna  og athugað hvort að þeir geti lagt til vinnu varðandi verkefnið- t.d láti nemendur sauma poka. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:00