Fara í efni

Fundargerð 22. október 2015

22.10.2015 00:00

Símafundur framkvæmdarráðs umhverfisvottunar Vestfjarða

Fimmtudaginn 22.10.2015.
Mættir fundarmenn: Ásta Þórisdóttir Strandabyggð,  Ásthildur Sturludóttir Vesturbyggð, Sandra Rún Björnsdóttir Reykhólahreppi,  Jenný Jensdóttir Kaldrananeshreppur, Nanný Arna Guðmundsdóttir Ísafjarðarbæ, Pétur Markan Súðavíkurhreppur. Lína Björg Tryggvadóttir FV sem einnig skrifaði fundargerð.

  1. Fastir mánaðarlegir fundir Framkvæmdarráðs – ákveðið var að festa fundi einu sinni í mánuði hjá framkvæmdarráði. Fundirnir verða þriðja hvern miðvikudag í mánuði. Næsti fundur er því áætlaður miðvikudaginn 18. nóvember 2015.
  2. Kosning formann Framkvæmdarráðs – Nanný Arna Guðmundsdóttir bauð sig fram sem formann og var kosin samróma.
  3. Plastpokalausir Vestfirðir – Verkefnið er í gangi í ýmsum formum í sveitarfélögunum. Búa þarf til heildar áætlun fyrir öll sveitarfélögin þannig að verkefnið fylgi ákveðnum forsendum í öllum sveitarfélögunum. Verkefnastjóri mun skoða hvort að hægt sé að setja saman kynningarpakka þannig að öll sveitarfélögin fái sömu kynningu á verkefninu fyrir almenning jafnt sem og sveitarstjórnir. Verkefnastjóri skoðar hvort að hægt sé að flétta inn í kynninguna kynningu á verkefninu í heild , einnig gætu sveitarfélögin nýtt kynninguna til að kynna í leið Grænfána verkefni eða önnur umhverfisverkefni sem eru í gangi í sveitarfélaginu.  Inn í kynningu verð einnig fjallað um hvernig er hægt að minnka umfang sorps, hvernig er hægt minnka notkun á orku og þess háttar. Verkefnisstjóri mun tala við starfsmann á Stykkishólmi sem sér um umhverfisverkefnið þar og kynna sér hvernig samskonar kynning hefur verið gerð þar.  Verkefnastjóri kannar hvernig þesskonar kynning gæti verið uppsett og hverjir tækju þátt í henni ásamt að setja upp kostnaðaráætlun varðandi hana. Aðilar í framkvæmdarráði sjá um að koma skilaboðum til sveitarstjórnar varðandi þessa kynningu og einnig sjá um að tala við rekstaraðila í verslunum upp á að þeir viti að sveitarfélagið sé að stefna á plastpokalausa Vestfirði þannig að verslanir geti gert breytingar og tekið plastpoka út og komið með aðrar lausnir í staðinn.

4. Vegspjöld til að setja þegar keyrt er inn í Vestfirði.  – Framkvæmdarráð var sammála því að verkefnisstjóri myndi athuga hvort að megi  setja merkingar á spjöld                        Vegagerðarinnar sem eru þegar uppsett í jaðri sveitarfélaganna. Verkefnastjóri mun einnig athuga hver kostnaður er við að fá útbúna límmiða sem settir yrðu á spjöldin        ár hvert.

 Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:52.