Fara í efni

Fundargerð 16. nóvember 2016

16.11.2016 08:15

Símafundur framkvæmdarráðs umhverfisvottunar Vestfjarða

Miðvikudaginn 16.11.2016 kl. 8:15. 
Mættir fundarmenn Davíð Rúnar Gunnarsson, Jenný Jensdóttir , Jón Páll Hreinsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir,  Sandra Rún Björnsdóttir. 

  1. Fjallað um nýfengna vottun sem sveitarfélögin fengu nýverið. Fjallað um hvernig eigi að kynna vottunina þannig að hún nýtist sveitarfélögunum og íbúum þeirra.  Skilgreina þarf hverjir hagsmunaaðilar verkefnisins eiga að vera.
  2. Fjallað var um þörfina á því að skilgreina hvernig framkvæmdarráðið á að starfa, hvernig það eigi að vera mannað og hvert hlutverk þess á að vera.
  3. Ákveðið var að haldinn yrði fundur í byrjun desember 2016 á Hólmavík þar sem framkvæmdarráð ásamt verkefnastjóra og fundarstjóra kæmu á vinnufund. Yrði það farið í að skilgreina verkefnið. Fundurinn yrði fyrir framkvæmdarráð og verður í um 3-5 tíma en einnig er gert ráð fyrir að bæjarstjórar og /eða stjórn FV kæmi á fundinn. Verkefnastjóra falið að vinna að því að skipuleggja fundinn og setja upp verkþætti sem vinna þarf að.

   Unnið verði að þessum liðum:
  Skipurit unnið og skipunarbréf fyrir verkefnastjóra gert.
  Hverju á verkefnið að skila fyrir sveitarfélögin?
  Hvernig á framkvæmdarráð að vera skipað og hvert er hlutverk þess?
  Hvernig skal skipa í  grænt teymi fyrir verkefnið?
   Hverjir eru hagsmunaraðilar verkefnisins og hvernig á að tengja þá inn í verkefnið?     

Verkefnastjóra falið að vinna frekar í því efni sem fjalla á um á fundinum

4. Grænt bókhald – fjallað um hvernig á að innleiða grænt bókhald hjá sveitarfélögum. Verkefnisstjóra falið að halda áfram að fjalla um það og finna leiðir til að innleiða.

 Fundi slitið kl. 9:15