Fara í efni

Fundargerð 11. ágúst 2016

11.08.2016 10:00

Símafundur framkvæmdarráðs umhverfisvottunar Vestfjarða

Fimmtudaginn 11. 08.2016 kl. 10:00. 
Mættir fundarmenn Davíð Rúnar Gunnarsson staðgengill Ásthildar Sturludóttur

Fjallað var um Bensmarking gögn sem þarf að senda til EarthCheck vegna umhverfisvottunar sem áætlað er að fá fyrir starfsárið 2015.
Farið var yfir það gögn sem vafamál var á að verkefnastjóri hefði nægilegar upplýsingar um eins og meðhöndlun eiturefna í sveitarfélögum, niðurföll og vatnsnotkun og annað. Náðist að fara yfir öll gögn sem þurfti þannig að verkefnastjóri gæti sent þau frá sér á réttum tím til EarthCheck..  

Pétur G. Markan kom á fundinn í nokkrar mínútur en þurfti að víkja vegna anna.

 Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 12:00