Fara í efni

Leiksýning á Ísafjarðarflugvelli

Fréttir

Sýningin Einangrun verður sýnd á Ísafjarðarflugvelli sunnudaginn 13. júní.  Um er að ræða samskotsverk úr smiðju Leikhópsins Lakehouse þar sem raðað er saman ljóðum, örsögum og stuttum leikþáttum. Ellefu höfundar hvaðanæva af landinu lögðu til efnivið í verkið og úr varð 30 mínútna verk sem birtist okkur nú í óvenjulegu umhverfi – á flugvöllum í fjórum landshlutum. Flytjandi er Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari og tónlistarmaður, en leikstjóri er Árni Kristjánsson. 
Verkið er hluti af Listahátíð 2020, en vegna faraldursins var leitað nýrra leiða til að koma listflutningi á framfæri.  Sýningar eru kl. 10:20 og 18:00. Aðgangur er ókeypis.  Smellið hér fyrir nánari upplýsingar.