Fara í efni

Kynningarfundir um Uppbyggingarsjóð Vestfjarða

Uppbyggingasjóður Vestfjarða

Kynningarfundir um Uppbyggingarsjóð verða haldnir á þremur stöðum;

  • Ólafshúsi á Patreksfirði mánudaginn 4. nóvember,
  • Hnyðju á Hólmavík þriðjudaginn 5. nóvember 
  • Vestfjarðastofu á Ísafirði miðvikudaginn 6. nóvember

Farið verður yfir tilgang Uppbyggingarsjóðs og úthlutunarreglur.  
Uppbyggingarsjóður styrkir, eins og nafnið bendir til, ýmislegt sem getur orðið til að efla atvinnulíf, nýsköpun eða menningarlífið á Vestfjörðum.

Allir fundirnir hefjast kl. 17:00 og eru ókeypis og öllum opnir.