Í dag er síðasti dagur janúarmánaðar og það þýðir fréttabréfsdagur! Þó mánuðurinn feli í sér 31 dag og teljist því til lengri mánaða er stundum eins og hann inniberi um það helmingi fleiri daga. Þorrinn er genginn í garð og enn hávetur samkvæmt dagatalinu, en á Vestfjarðastofu er sannarlega enginn vetur í sinni og verkefnastöðu. Í fréttabréfi mánaðarins finnið þið fréttir um helstu verkefni mánaðarins auk þess sem þar eru hugleiðingar Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra, um ferðaþjónustuna. Einnig er þar frábær pistill frá Gylfa Ólafssyni, formanni stjórnar Vestfjarðastofu, sem nýverið samdi smellið lag um eitt af sameiningartáknum Vestfirðinga, endurkomu sólar.
Við vonum að veturinn fari um ykkur öll sínum mýkstu höndum og þið njótið hækkandi sólar.