Fara í efni

Fjórðungssambandið boðar til opins fundar um málefni fiskeldis. Fundurinn fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sunnudaginn 16. október frá klukkan 20:00

Fréttir

 Fjórðungssamband Vestfirðinga boðar til opins fundar um málefni fiskeldis sunnudaginn 16. október kl 20:00 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

  • Málefni fiskeldis og þá sérstaklega eldi laxfiska í sjókvíum er í hraðri uppbyggingu á Vestfjörðum. Sýnileg áhrif þessara þróunar er viðsnúningur í fólksfjöldaþróun á sunnanverðum Vestfjörðum á síðustu fimm árum og miklar fjárfestingar í fasteignum, búnaði og tækjum samhliða uppbyggingu lífmassa. Nú eru einnig sambærileg áform um uppbyggingu fiskeldis við Ísafjarðardjúp.
  • Vaxandi umræða um umhverfisáhrif þessarar atvinnugreinar og mjög andstæð sjónarmið komið fram í þeim efnum. Veiðiréttarhafar í laxveiðiám á Vestfjörðum hafa hér lýst þungum áhyggjum af þróun mála og hættu á erfðablöndun íslenskra laxastofna við eldisstofn af norskum uppruna.
  • Umhverfismat sem er grundvöllur starfsleyfa laxeldis, hefur verið samþykkt á sunnanverðum Vestfjörðum og unnið er að umhverfismati fyrir laxeldi í Ísafjarðardjúpi.
  • Á síðustu tveim kjörtímabilum hefur lagaumhverfi fiskeldis verið breytt verulega, rammi fyrir starfsemi, eftirlit og rannsóknir hafa verið hertar.
  • Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa gert kröfu um lagasetningu strandsvæðaskipulags og Alþingi hefur samþykkt Landsskipulagsstefnu 2015-2026 þar sem málefni strandsvæðisins og skipulag þess er eitt fjögurra áhersluatriða. Frumvarp til laga um strandsvæðaskipulag hefur verið á þingmálaskrá núverandi ríkisstjórnar.

Fyrir samfélög á Vestfjörðum sem hafa glímt við fólksfækkun og neikvæðan hagvöxt um áratuga skeið er mikilvægt að fá fram framtíðarsýn stjórnmálaflokka í þessum málaflokki.