Fara í efni

Áhrif af vinnudeilu sjómanna og útgerða.

Fréttir

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkti á fundi sínum í gær 16. febrúar eftirfarandi ályktun. 

 

Verkfall sjómanna hefur nú staðið frá miðjum desember. Miklu skiptir að sjómenn fái kjarasamning eins og aðrir launþegar en þeir hafa um árabil sinnt sínum störfum án gildandi samninga.

Verkfallið hefur þegar haft mikil áhrif á vestfirskt samfélag en sjávarútvegur stendur undir rúmlega helmingi atvinnutekna á Vestfjörðum. Nú þegar eru dæmi um að tekjur sveitarfélaga hafi dregist saman um 25% frá því verkfallið hófst. Ljóst má því vera ef vinnudeilan leysist ekki fljótlega, munu sveitarfélög sem byggja jafn mikið á sjávarútvegi lenda í miklum fjárhagslegum ógöngum. Afleiðingarnar verða atvinnuleysi, skert þjónustu og versnandi almannahagur.

Mikil ábyrgð hvílir því á samningsaðilum um finna lausn og sátt hið allra fyrsta. Fjórðungssamband Vestfirðinga hvetur samningsaðila að finna samhljóm og samstöðu til framtíðar með nýjum samningum. Það er fyrst og fremst almannahagur að útgerð og vinnsla hefjist að nýju sem allra fyrst.