Fara í efni

Aflamark Byggðastofnunar - boð um samstarf

Fréttir

 

Um er að ræða allt að 500 þorskígildistonn fiskveiðiárið 2023/2024

Meginmarkmið verkefnisins er að auka byggðafestu í þeim sjávarbyggðum sem :

 • standa frammi fyrir alvarlegum og bráðum vanda vegna skorts á aflaheimildum eða óstöðugleika í sjávarútvegi,
 • eru háðastar sjávarútvegi og eiga minnsta möguleika á annarri atvinnuuppbyggingu,
 • eru fámennar, fjarri stærri byggðakjörnum og utan fjölbreyttra vinnusóknarsvæða.

Í því skyni er að stefnt að uppbyggingu í sjávarútvegi sem:

 • skapar og viðheldur sem flestum heilsársstörfum við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyggðum,
 • stuðlar að sem öflugastri starfsemi í sjávarútvegi til lengri tíma

Endanlegt val á samstarfaðilum mun byggja á eftirfarandi þáttum:

 • trúverðugum áformum um útgerð, vinnslu sjávarafurða eða aðra starfsemi
 • fjölda heilsársstarfa
 • sem bestri nýtingu þeirra veiðiheimilda sem fyrir eru í byggðalaginu
 • öflugri starfsemi til lengri tíma sem dregur sem mest úr óvissu um framtíðina
 • jákvæðum áhrifum á önnur fyrirtæki og samfélagið
 • traustri rekstrarsögu forsvarsmanna umsækjanda

Umsóknum sem ekki falla að markmiðum verkefnisins verður hafnað. Umsóknareyðublað, ásamt nánari upplýsingum er að finna á vef Byggðastofnunar.

 

Umsóknir skal senda til Byggðastofnunar, á netfangið aflamark@byggdastofnun.is fyrir kl. 12:00 föstudaginn 15. desember 2023.