Fara í efni

70. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti hafið

Fréttir Fjórðungssamband Vestfirðinga Svæðisskipulag Vestfjarða

Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti er nýhafið í Hnífsdal. Dagskrá þingsins er þétt og fyrir þinginu liggja tillögur að ályktunum um ýmis málefni. Þar er meðal annars að finna ályktanir um raforku-, fjarskipta- og samgöngumál sem allar götur hafa verið meðal stærstu mála þingsins. Einnig eru ályktanir um þjónustumiðstöð, kræklingarækt og aukið samstarf í fræðslumálum á Vestfjörðum. Inn á svæði þingsins hér á síðunni má finna allar ályktanir.

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og þingmenn kjördæmisins Arna Lára Jónsdóttir og María Rut Kristinsdóttir sitja þingið og munu Eyjólfur og Arna Lára ávarpa samkomuna. Erindi fjórðungsþingsins verða tekin upp og verða þau brátt aðgengileg á vef Vestfjarðastofu.

Viðfangsefni þingsins að þessu sinni eru annars vegar drög að auglýsingartillögu Svæðisskipulags Vestfjarða 2026-2050 á grunni umsagna um vinnslutillögu og samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum.