Fara í efni

Áhersluverkefni 2020

Stafræn tækni 

 

Markmið 

 • Að 50 fyrirtæki á Vestfjörðum taki þátt í viðburðum eða fræðslu um stafræna þróun.
 • Að haldnar verði tvær starfamessur á tímabilinu þar sem áhersla er lögð á tækniþróun.
 • Að auka vöru- og þjónustuþróun sem byggir á stafrænni tækni á Vestfjörðum þannig að minnsta kosti 7 fyrirtæki móti eigin verkefni til að þróa nýjar vörur eða þjónustu sem byggja á stafrænni tækni
 • Að 2-3 innlend eða erlend samstarfsverkefni sem miða að aukinni hagnýtingu tækni verði til á Vestfjörðum á verkefnistímanum. 

Verkefnalýsing 
Verkefnið er til þriggja ára og hver fasi verkefnis er áætlaður eitt ár. Þannig verður vitundarvakning og fræðsla megináhersla fyrsta ársins, annað árið verður mest áhersla lögð á að fá fyrirtæki og stofnanir til samstarfs með því að bjóða ráðgjafastyrki, stofna til samstarfsverkefna innan svæðis þar sem fyrirtæki styðja hvert annað í þróunarverkefnum og þriðja árið verður áhersla lögð á að fyrirtæki og stofnanir byggi upp eigin verkefni nokkur saman eða hvert um sig til að ná enn frekari vöru- eða þjónustuþróun sem byggir á stafrænni tækni.

Tengsl við Sóknaráætlun 2020-2024
Verkefnið vinnur að fjórum áherslum í Sóknaráætlun Vestfjarða; áherslu um vöruþróun í starfandi fyrirtækjum, aukna hagnýtingu stafrænnar tækni, eflingu vöru- og tækniþróunar og öflugri nýsköpun á Vestfjörðum. Að auki er með verkefninu ætlað að ýta undir notkun hönnunar í framleiðslu og starfsemi fyrirtækja. 

Lokaafurð- 7-10 stafræn þróunarverkefni fyrirtækja og stofnana . Virkur stafrænn vettvangur orðinn til.

Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa 
Verkefnisstjóri -
Tímarammi - janúar - desember 2019
Framlag úr Sóknaráætlun 2020 - Kr. 6.000.000-

Núverandi staða : Verkefni mun hefjast í febrúar 2020

Sýnilegri Vestfirðir

 

Markmið 

 • Að standa að 2-3 viðburðum á ári sem stuðla að auknum sýnileika Vestfjarða sem fjárfestingakosti og til búsetu.
 • Að segja 20-30 sögur af Vestfirðingum, einstaklingum og fyrirtækjum sem geta haft áhrif á ímynd svæðisins.
 • Að miðla almennum og sértækum upplýsingum Vestfirði svo sem fjárfestingakosti, umhverfismál og fleira gegnum vef og samfélagsmiðla.

Verkefnalýsing

Verkefnið er til þriggja ára. Verkefnið er hugsað sem framhald verkefnisins „Vestfirðingar – Almannatengsl“ sem var áhersluverkefni árið 2018. Á verkefnatímanum verða haldnir amk tveir stórir viðburðir á ári til að auka sýnileka svæðisins miðað við tiltekna markhópa.  Áherslur verða áfram lagðar á Vestfirðingar- sögur sem en á árinu 2020 verður sjónum beint að fyrirtækjum á svæðinu. Framsetning og miðlun efnis um Vestfirði skiptir miklu máli og hér er horft til þess að miðla efni um fjárfestingar á Vestfjörðum og láta vinna greiningar sem styðja við málflutning svæðisins um mikilvæg mál. 

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024
Verkefninu er ætlað að vinna að forsendum árangurs Sóknaráætlunar þ.e. að Sóknaráætlun verði samstarfsverkefni sveitarfélaga, íbúa, stofnana og atvinnulífs á Vestfjörðum með því að tryggja öfluga miðlun og sýnileika svæðisins.

Lokafurð
7-10 stafræn þróunarverkefni fyrirtækja og stofnana. Virkur stafrænn vettvangur orðinn til

Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa 
Verkefnisstjóri - 
Tímarammi - janúar - desember 2019
Framlag úr Sóknaráætlun 2020- Kr.7.500.000-

Núverandi staða : Verkefni mun hefjast í febrúar 2020

Nýsköpunar- og samfélagasmiðstöðvar

 

Markmið 

 • Að stofna sjóð þar sem nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar geta leitað í til að efla verkefni sín og starfsemi. 
 • Stuðla að uppbyggingu nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðva á Vestfjörðum

Verkefnislýsing
Stofnaður verður sjóður sem Vestfjarðastofa sé um þar sem tíu miljónir verði í boði fyrir  nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar á Vestfjörðum. Úthlutun verður auglýst á vefsíðu Vestfjarðastofu og vefmiðlum á Vestfjörðum. 

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024
Í Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024 er mikið fjallað um nýsköpun og hvernig er hægt að efla hana. Einnig er tala um að fjölga samfélags og nýsköpunarmiðstöðvum á Vestfjörðum. 

Lokaafurð
Sjóður til þriggja ára sem nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar geta sótt í. 

Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa 
Verkefnisstjóri -
Tímarammi - janúar - desember 2020
Framlag úr Sóknaráætlun 2020- Kr.10.000.000-

Núverandi staða 
Byrjað er að vinna að því að setja upp reglur fyrir sjóðinn og áætlað að það verði auglýst í apríl - maí. 

Samgöngu- og jarðgangnaáætlun Vestfjarða

 

Markmið 

 • Gerð verði samgönguáætlun fyrir Vestfirði með skýrri forgangsröðun.
 • Viðaukar við samgönguáætlun Vestfjarða sem eru öryggis‎úttekt á vegum á Vestfjörðum og jarðgangnaáætlun fyrir Vestfirði til ársins 2050

Verkefnislýsing
Samgöngukerfi á Vestfjörðum er ekki samkeppnishæft miðað við aðra landshluta og nær ekki að svara kröfum atvinnulífs og samfélaga og eðli og umfang verkefna.  Samgönguáætlun fyrir Vestfirði með skýrri forgangsröðun verkefna sem svara markmiðum samgönguáætlun stjórnvalda er því afar brýn. Vinna að samgönguáætlun verður byggð á fyrirmynd af Samgönguáætlun Vesturlands. Til stuðnings við áætlunarvinnu verður unnin öryggisúttekt á vegakerfi á Vestfjörðum og jarðgangnaáætlun sem mun draga fram forsendur fyrir gerð jarðgangna á Vestfjörðum til ársins 2050.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024
Úrbætur samgöngukerfis á Vestfjörðum eru kynntar sem lykilforsenda fyrir framgangi verkefna sóknaráætlunar. 

Lokaafurð 
Samgönguáætlun Vestfjarða með viðaukum. Samstaða um forgangsröðun verkefna sem skili sér í hraðari úrbótum á samgöngukerfi Vestfjarða en áætlanir stjórnvalda segja til um í dag.  

Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa 
Verkefnisstjóri - Aðalsteinn Óskarsson 
Tímarammi - mars - október  2020
Framlag úr Sóknaráætlun 2020- Kr.5.000.000-

Núverandi staða : Verkefni mun hefjast í mars  2020

Visit Westfjords  

 

Markmið 

 • Að sinna árið 2020 beinni erlendri markaðssetningu á vestfirskri ferðaþjónustu, með vinnustofum, kynningum, blaðamanna-ferðum og samfélagsmiðlum.  
 • Að leggja áherslu á samfélagsmiðla og stafrænar lausnir í markaðssetningu svæðisins.
 • Að blása lífi í blogg Visit Westfjords undir nafninu Bestfjords. 

Verkefnislýsing
Verkefnið snýr að almennri markaðssetningu Vestfjarða sem áfangastað ferðamanna.  Verkefninu er skipt niður í fimm þætti:

1. Samfélagsmiðlar og vefur                      
2. Blaðamannaferðir 
3. FAM ferð 
4. Sýningar/vinnustofur 
5. Beinar auglýsingar 

Tengsl við Sóknaráætlun 2020-2024
Í Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024 er sérstaklega horft til ferðaþjónustu sem tækifæris innan landshlutans.

Lokaafurð
Heilsteypt markaðsvinna fyrir Markaðsstofu Vestfjarða sem horfir til þeirra áhersluþátta sem settir hafa verið t.d með tilliti til lengingar ferðamannatímabilsins og dreifingar ferðamanna innan svæðisins.  

Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa 
Verkefnisstjóri - 
Díana Jóhannsdóttir 
Tímarammi -
janúar - desember 2020
Framlag úr Sóknaráætlun 2020- 
Kr.5.500.000-

Núverandi staða : Verkefnið var áhersluverkefni árið 2019 og er í vinnslu. Verkefnið er Áhersluverkefni til næstu þriggja ára með fjármagn upp á 5.500.000 kr. 

Hringvegur 2 

 

Markmið 

 • Þróun ferðamannaleiðarinnar Hringvegur 2 með að markmiði að bjóða upp á gott mótvægi við hinum fjölfarna hringveg nr. 1.  
 • Að skapa nýtt aðdráttarafl fyrir Vestfirði sem byggir á upplifun og afþreyingu. 
 • Að styðja við lengingu ferðamannatímabilsins og auka arðbærni ferðaþjónustunnar á svæðinu. 

Verkefnalýsing
Verkefnið tekur til þróunar, undirbúnings og opnunar ferðamannaleiðarinnar Hringvegs 2 á Vestfjörðum. Horft er til að þegar Hringvegur 2 verði farinn verið hægt að stoppa, njóta ferðarinnar og upplifa Vestfirði. Er þetta verkefni hugsað til þriggja ára og er annar þáttur verkefnis styrktur að þessu sinni.

Tengsl við Sóknaráætlun 2020-2024
Í sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024 er lögð áhersla á uppbyggingu atvinnugreina sem mikilvægar eru sem ákveðið mótvægi við því einhæfa atvinnulífi sem nú er á Vestfjörðum. Þrátt fyrir að ferðaþjónusta sé ört vaxandi grein, er hún enn viðkvæm og samansett úr mjög smáum fyrirtækjum. Það er því mikilvægt að styðja vel við áframhaldandi vöxt atvinnugreinarinnar ef hún á að koma inn sem sterk stoð í vestfirskt atvinnulíf. 

Lokaafurð  
Skilgreining á á ferðamannaleiðinni og greining á þeirri upplifun sem tengist ferðalagi um Hringveg 2. 

Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa 
Verkefnisstjóri - Magnea Garðarsdóttir
Tímarammi - janúar - desember 2020
Framlag úr Sóknaráætlun 2020 - Kr. 6.000.000-

Núverandi staða: Verkefnið var áhersluverkefni árið 2019 og er í vinnslu. Verkefnið er Áhersluverkefni til næstu þriggja ára með fjármagn upp á 6.000.000 kr.