Vesturbyggð óskar eftir að ráða skólastjóra við Tálknafjarðarskóla.
Skólastjóri gegnir lykilhlutverki í mótun skólastarfsins og í samstarfi skóla og samfélags. Jafnframt ber skólastjóri ábyrgð á starfsemi skólans, rekstri og mannauðsmálum. Við leitum að leiðtoga með metnað og einlægan áhuga á framþróun í skólastarfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans
- Fagleg forysta skólans um þróun náms og kennslu og farsæld nemenda
- Ábyrgð á framþróun í skólastarfi
- Hafa forystu um og styðja samstarf í samræmi við farsældarlög
- Fjármál og rekstur
- Leiða samstarf starfsfólks, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild
- Samstarf við skólanefnd, bæjarstjóra og bæjarstjórn
Hæfnikröfur
- Leyfisbréf til kennslu og kennslureynsla á grunnskólastigi
- Framhaldsmenntun í stjórnun eða uppeldis- og kennslufræðum er æskileg
- Farsæl reynsla af rekstri, stjórnun og skólaþróun er æskileg
- Þekking á lögum og reglugerðum sem varða skólastarf
- Þekking á stafrænni tækni í skólastarfi
- Skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun
- Leiðtogafærni, metnaður og framsýni
- Jákvætt viðmót og mjög góð samskiptahæfni
- Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Um fullt starf er að ræða.
Vesturbyggð býður upp einstaka náttúru, rólegt umhverfi og gott samfélag. Svæðið er kjörið fyrir þá sem sækjast eftir jafnvægi milli vinnu og einkalífs, fjölbreyttum útivistarmöguleikum og nálægð við haf og fjöll. Í Vesturbyggð er samheldið samfélag sem leggur áherslu á sjálfbærni, menntun og velferð. Umhverfið er tilvalið fyrir þá sem vilja taka þátt í líflegu og skapandi umhverfi.
Í öllum skólum Vesturbyggðar hefur Heillaspor verið innleitt, sem er heildræn nálgun til að styðja við farsæla þátttöku barna í skóla- og frístundastarfi. Mikil áhersla er á samstarf milli leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu.
Tálknafjarðarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli staðsettur á Tálknafirði. Í skólanum eru um 32 nemendur og 12 starfsmenn. Þar er lögð áhersla á að koma til móts við hvern og einn nemanda. Skólinn er grænfánaskóli, heilsueflandi skóli og UNESCO-skóli, sem endurspeglar skuldbindingu hans til sjálfbærni, heilbrigðis og alþjóðlegrar menntunar. Skólinn einkennist af mjög góðu og rólegu andrúmslofti þar sem öllum á að líða vel.
Nánari upplýsingar um skólann er að finna hér https://www.talknafjardarskoli.is/
Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilsskrá ásamt kynningarbréfi.
Nánari upplýsingar
Elín Dögg Ómarsdóttir – elin@hagvangur.is